Saga - 1980, Page 353
RITFREGNIR
339
Guðnýju ráðskonu sinni uns þau fluttust að Gili í Öxnadal. Þar
dvaldist Tryggvi hjá þeim til 17 ára aldurs er hann fluttist í vinnu-
mennsku að Árnesi í Skagafirði
Fyrsta bindi ævisögu Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, fjallar
vun þau ár sem nú er getið. Bókin er saga harðrar lífsbaráttu, sem
með óvægni sinni gekk nærri lífi og heilsu þeirra sem hana urðu að
heyja og rúði þá iðulega hvoru tveggja Árin í Öxnadalnum voru
eldd síður erfið en hin í nálægð bæjarsamfélagsins á Akureyri. Þau
eru saga baráttu einyrkjans við fátæktina, baráttu fyrir lífsviðurværi
og sjálfstæði á kothýlum sem næsta lítið gáfu af sér. Flestum reynd-
ist erfitt að sigrast á þeim erfiðleikum sem við var að glíma. Æ
fleiri gáfust upp á búhokri á afrakstrarlitlum býlum og freistuðu
gæfunnar á mölinni. Oft reyndist baráttan þar engu auðsigranlegri.
Lýsingar Tryggva á þessari baráttu er,u í senn heillandi og átakan-
legar. Þrátt fyrir erfið kjör og það mótlæti sem fjölskylda hans varð
fyrir, tekst Tryggva yfirleitt að sýna furðanlega hlutlægni í frásögn
sinni. Engu að síður verða glögg hin skörpu skil milli stétta, einkum
á Akureyri. Frásagnarhæfileiki Tryggva og máltilfinning eru með
eindæmum, þrátt fyrir að hinn skrúðmikli ritstíll hans leiði á stund-
nm til þess að hann gleymi sér og geri aukaatriðum of hátt undir
Löfði, þótt sjaldnast sé það á kostnað aðalatriða. Lýsingar Tryggva á
sambúð manns og náttúru eru í senn fagrar og töfrandi og bera
Ijóst vitni hinni næmu fegurðar- og náttúruskynjun hans, sem bág
kjör og erfið æska fengu ekki bugað. Honum tekst ekki síður að
fúlka ótta drenghnokkans, sem kúrir sig niður í rúmfletið, við
^nyrkrið og þær forynjur og kynjaverur sem í því leynast í sagga-
v°tum torfbæjum með löngum, köldum og dimmum göngum.
Annað bindi æviminninganna, Baráttan um brauðiS, hefst er
"Lvyggvi fluttist sem vinnumaður að Árnesi í Tungusveit árið 1919
°S lýkur með búferlaflutningi hans til Reykjavíkur árið 1947.
Atburðarásin í þessu bindi er hraðari en í hinu fyrra. Til umfjöllun-
ar eru tæp þrjátíu atburðarík ár, tímabil mikilla breytinga íslenskra
samfélags- og atvinnuhátta og snarpra verkalýðs- og stjórnmála-
ataka. Fyrri hluti bókarinnar, þar sem fjallað er um dvöl Tryggva
Árnesi, sver sig þó í flestu í ætt við Fátækt fólk. Baksviðið er
fyrst og fremst gamla landbúnaðarsamfélagið, en kjörin og vist-
nrverurnar í Árnesi þó öll til muna rýmri en hann hafði áður þekkt.
ar dvaldist hann vafalaust lengur en hann hefur gert ráð fyrir í
uÞPhafi og gekk árið 1925 að eiga Steinunni dóttur Jóns Jóhannes-
S°nar bónda í Árnesi.
Lessi ár voru Tryggva góð. Hann naut þess ekki einasta að búa í
vistlegum húsakynnum hjá góðu fólki, þar sem þjóðlegur fróð-