Saga - 1980, Page 358
344
RITFREGNIR
kjörum og gildismati og markvissri baráttu verkalýðshreyfingar-
innar fyrir umbótum á kjörum og högum launafólks. Þegar frá-
sögn Tryggva er á enda hafði mikið áunnist í þeirri baráttu, þótt
margt ætti enn langt í land. Vafalaust hefði dæmið litið öðruvísi
út, ef menn á borð við hann sjálfan hefðu ekki ávallt verið reiðubúnir
til að berjast fyrir málstað sínum af ósérhlífni, hörku og óbilandi
sannfæringu um réttmæti málstaðarins.
Óhætt er að fullyrða að æviminningar Tryggva Emilssonar
séu með markverðustn ævisögum sem gefnar hafa verið út á þessari
öld. Þær eru aldarfarsspegill, ritaðar af alúð og oft á tíðum sjald-
gæfri frásagnargáfu og ritsnilld. Frásögnin fylgir oftast tímaröð í
fyrstu tveimur bindunum, en út af því er stundum brugðið og ein-
stakir efnisþættir raktir án tillits til tímaraðar í síðasta bindi verks-
ins. Frágangur bókanna frá hendi útgefanda er yfirleitt til fyrir-
myndar, prentvillur fáar, káputeikningar smekklegar og lýsandi.
Bækurnar prýðir talsvert myndefni, sem gjarnan hefði mátt vera
meira. Einkum hefði verið æskilegt að fleiri myndir hefðu prýtt
annað bindi æviminninganna, myndir af verkalýðsátökum, fundum,
kröfugöngum, hýbýlakosti og byggðahverfum. Slíkar myndir eru
allmargar í þriðja bindi verksins. Þær hafa ótvírætt sögulegt gildi
og glæða frásögnina lífi. Þau leiðu mistök hafa orðið við prentun
síðasta bindisins, að á tveimur stöðum víxlast blaðsíður (bls. 23—
22 og 27—26).
1 lok Fyrir sunnan er að finna bókarauka (bls. 262—315), þar
sem greint er frá ævi og störfum systkina Tryggva.
Gisli Ágúst Gunnlaugsson.
Lýður Björnsson: SAGA SVEITARSTJÓRNAR Á IS-
LANDI. Síðara bindi. Almenna bókafélagið. Reykjavík
1979.
Á síðastliðnu ári kom út hjá Almenna bókafélaginu síðara bindi
Sögu sveitarstjórnar á Islandi eftir Lýð Björnsson. Þetta er mikið
rit í allstóru broti, en auk þess er þar að finna heimildaskrá fyrir
bæði bindin, nafnaskrá og efnisatriðaskrá, sem að vísu er langt frá
því að vera tæmandi. Fyrra bindi ritverksins fjallar að mestu leyti
um hreppana frá öndverðu og fram á síðasta fjórðung 19. aldar, en
sýslur urðu ekki að sveitarstjórnarumdæmum fyrr en árið 1872. Á
þessu tímabili glötuðu hrepparnir smám saman sjálfstæði sínu, og
með erindisbréfi fyrir hreppstjóra frá 24. nóvember 1809 er ljóst,