Saga - 1980, Blaðsíða 360
346
RITFREGNIR
hreppur (nú Ásahreppur) þá einn upprekstur á Holtamannaafrétt.
Holtamenn lentu þá í deilum við Landmenn um eignarréttinn á
Landmannaafrétti og sér enn ekki fyrir endann á þeim ágreiningi.
Ýmsar ástæður voru til þess, að hreppum var skipt. Ef þéttbýli
og strjálbýli voru innan takmarka sama sveitarfélags, var t.d. oft
hætta á því að íbúum annars búsetuformsins, einkum þéttbýlisins
fyndist þeir vera afskiptir um framkvæmdir, enda munu lög um
sveitarstjórnir áður fyrr hafa verið sniðin eftir þörfum strjálbýlis-
ins. Einnig hafa bændur óttast, að myndun þéttbýlis hefði aukin
sveitþyngsli í för með sér. Ágreiningur um samgöngur, viðhald vega
eftir því, hvar þeir lágu í hreppum o.fl. hefur einnig valdið skiptingu
sumra hreppa. Fleiri ástæður koma til greina, og nefnir höfundur
þær í sérstökum þætti í kaflanum. Hann fjallar nokkuð um sam-
einingu sveitarfélaga og heldur því áfram í síðasta kafla bókarinnar,
en þessum kafla lýkur með yfirliti um núverandi skiptingu landsins
í kjördæmi, sýslur, kaupstaði og hreppa.
1 þriðja kafla ræðir höfundur um mannfjöldaþróun í landinu á
tímabilinu 1703—1972. Kafli þessi kemur sögu sveitarstjórnar í
rauninni ekki við, því að heimildir eru ekki þess eðlis, að unnt sé
að fá vitneskju um fólksfjölda í hverju sveitarfélagi, fyrr en komið
er fram á 20. öld. 1 kaflanum er sýndur í töflum fólksfjöldi í land-
inu nokkur valin ár á tímabilinu 1735—1972, og er þessu skeiði skipt
í þrennt eftir tegund heimilda, sem fyrir liggja. Varðandi fyrsta
tímabilið (1735—1850) er stuðzt við einstök manntöl, skýrslur um
kvongaða, fermda, fædda og dána og áætlanir. Á öðru tímabilinu
(1860—1901) er mannfjöldinn rakinn eftir sóknum. í töflu, sem
höfundur dregur upp, sést, að á árunum 1880—1890 varð fólksfjölg-
unin einungis í þéttbýlinu eða þar, sem þéttbýli var að myndast. Á
síðasta tímaskeiðinu, sem nær yfir árin 1910—1972, er lolcs sýnd
mannfjöldaþróunin í hverju sveitarfélagi í landinu, og eru heimild-
irnar manntöl og mannfjöldaskýrslur Hagstofunnar. I ljós kemur,
að mannfjölgun á þessum tíma hefur nær einvörðungu orðið í þétt-
býli og þá einkum í bæjum við Faxaflóa, og hefði höfundur mátt
draga betur fram hlut sveitarstjórna í þessari þróun. Aukin félagsleg
þjónusta og atvinnurekstur á vegum sveitarfélaga í þéttbýlinu hefur
án efa gert það fýsilegra til búsetu en strjálbýlið. En um þetta og
fleiri atriði, sem kunna að koma til greina, er höfundur fáorður.
Fjórði kafli fjallar um breytingar, sem gerðar hafa verið á
sveitarstjórnarlögunum frá 1872 og setningu nýrra laga um sveit-
arstjórn á þessari öld. Rakin eru helztu nýmæli í sveitarstjórnar-
lögunum nr. 58/1961, en nánar er sagt frá aðdraganda þeirra í loka-
kafla ritsins, sem helgaður er Sambandi íslenzkra sveitarfélaga.
Þetta er fyrsta heildarlöggjöf fyrir allar tegundir sveitarfélaga í