Saga - 1980, Qupperneq 361
RITFREGNIR
347
landinu, en áður höfðu gilt sérlög fyrir hvern kaupstað og heildar-
löggjöf fyrir hreppana. 1 kaflanum eru ennfremur birtar myndir
af merkjum landsfjórðunga, sýslna og sveitarfélaga í landinu.
Lengsti kafli bókarinnar er um tekjustofna sveitarfélaga, verk-
efni þeirra og efnahag, og er hann hátt á 2. hundrað blaðsíður.
Reyndar var vikið nokkuð að þessu efni í 4. kafla, því að ýmsar
breytingar, sem gerðar voru á sveitarstjórnarlögunum á árunum
1905—1927 snertu einmitt tekjuöflunarleiðir sveitarfélaga. Höf-
undur skýrir m.a. frá því, að fátækratíund hafi ekki verið afnumin
fyrr en með lögum snemma á þessari öld, og um svipað leyti lögðust
að fullu niður greiðslur í landaurum. Fátækratíund var þá í raun-
inni breytt í útsvar, því að þeirri fjárhæð, sem sveitarsjóðir misstu
við afnám fátækratíundar, var jafnað niður á hreppsbúa.
1 lögum nr. 4.6/1926 kemur orðið útsvar fyrst fyrir í lagatitli.
Virðist höfundi, að þá hafi þetta orð verið lögleitt sem heiti á skatt-
inum, en í eldri löggjöf hafi hann oftast verið nefndur aukaútsvar,
líklega til aðgreiningar frá tíundinni, hinum forna skatti (bls. 185).
Orðið útsvar í þessari merldngu er þó eldra en höfundur gerir ráð
fyrir og má benda á lög nr. 12 frá 9. ágúst 1889 því til staðfestingar.
Fyrir þann tíma voru önnur orð algengari í stað útsvars eða auka-
útsvars, t.d. álögur, gjald eða skattur.
Höfundur gerir grein fyrir helztu tekjustofnum sveitarfélaga,
að þeir hafi frá uppliafi verið af ýmsu tagi. Þegar tilskipunin frá
4. maí 1.872 tók gildi, voru helztu tekjustofnar þeirra fátækratíund,
útsvör, M hluti af fiskveiði á helgum dögum, sektargreiðslur, arfur
eftir sveitarómaga og afgjöld af jarðagóssi og rentur af föstum
höfuðstól, sem tilheyrðu fátækum. Síðan hafa nýir tekjustofnar
bætzt við, en aðrir fallið niður. Hlutur útsvara í tekjuöflun sveitar-
félaga hefur farið minnkandi, eftir að þeim var heimilað að leggja
a aðstöðugjöld og lögfest var framlag til þeirra úr Jöfnunarsjóði
arið 1962. Meðal þeirra nýju tekjustofna, sem sveitarfélögum hefur
askotnazt á þessari öld, eru skemmtanaskattur (1918) og fasteigna-
gjöld (1937), sem áður voru bundin við kaupstaði, framlög úr Jöfn-
unarsjóði bæjar- og sveitarfélaga (1937) og ákveðinn fasteignaskatt-
ur, sem áður liafði runnið í ríkissjóð. Stærsti hluti kaflans er um
hin ýmsu verkefni sveitarfélaga bæði þau, sem boðuð eru í lögum,
°S eins hin, sem sveitarfélögum er frjálst að sinna. Efni kaflans
verður ekki tíundað frekar, en tekið skal fram, að höfundur skýrir
rækilega frá einstökum málaflokkum í þessum kafla, einkum þeim,
sem þegar eru til góðar heimildir um, t.d. heilbrigðis- og fræðslu-
rnalum og verklegum framkvæmdum sveitarfélaga. Inn í þennan
kafla hefur slæðzt villa, sem vert er að vekja athygli á, en reyndar
®tti hún að liggja í augum uppi. Hinn 1. júní árið 1908 tóku gildi