Saga - 1980, Page 363
RITFREGNIR
349
en höfundui- hefur ekki sem skyldi greint aðalatriði frá aukaatriðum,
heldur lætur hann lesendum eftir það verk. Hann kýs að hætta sér
ekki út fyrir ramma heimildanna og verður „sagan“ þannig að
verulegu leyti útdráttur úr lögum, lagafrumvörpum og skyldum
heimildum, sem snerta sveitarstjórnir. Höfundur hefur ritað þurra
og nákvæma skýrslu um þróun sveitarstjórnar í landinu, en efnið
er of hrátt frá hans hendi til þess, að útkoman verði saga, sem rísi
undir því heiti. Þrátt fyrir ýmsa annmarka ber að þakka höfundi
fyrir mikið verk, sem tvímælalaust er samvizkusamlega unnið og
margir sagnfræðingar eiga eftir að njóta góðs af.
Gunnar F. Guðmundsson.
Sigfús Haukur Andrésson: ÞJÓÐSKJALASAFN ÍS-
LANDS. ÁGPJP AF SÖGU ÞESS OG YFIRLIT UM
HEIMILDASÖFN ÞAR. (Rit Sagnfræðistofnunar 1
1979), 88 bls., Rvk 1979.
1 formála segir höfundur, að þetta sé í fyrsta sinn, sem út er
gefið yfirlits- og leiðbeiningarrit um Þjóðskjalasafn íslands í heild.
Upphaf Þjóðskjalasafns er rakið til auglýsingar um Landsskjala-
safn frá 3. apríl 1882 svo að ekki er þetta yfirlitsrit gefið út von-
um fyrr, en að sögn höfundar eru rit af þessu tagi talin sjálfsögð
hvarvetna erlendis.
Ritið skiptist í 13 kafla, sem greinast aftur í undirkafla. 1 fyrstu
þremur köflunum greinir Sigfús Haukur í stuttu máli frá til-
drögunum að stofnun Landsskjalasafns og rekur þróun þess. Hann
birtir í heilu lagi lög um Þjóðskjalasafnið nr. 39/1915 og nr. 13/
1969 sem og reglugerð um Þjóðskjalasafnið í Reykjavík nr. 5/1916,
sem enn er í gildi. í þessum kafla hefði ekki verið úr vegi að fara
uokkrum orð.um um gildi og hlutverk skjalasafna, tengsl þeirra við
stjórnsýslukerfið og stöðu þeirra á mörkum menningar og stjórn-
syslu. Seinustu áratugina hafa orðið ýmsar breytingar á starfi
skjalavarða og hlutverki almennra skjalasafna víðast hvar. Fram-
farir í fjölföldunar- og skrifstofutækni ásamt auknum umsvifum
hins opinbera hafa leitt til mikillar aukningar á framleiðslu hvers
kyns embættisgagna. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að hin almennu
skjalasöfn, þ.e. ríkis- og landsskjalasöfn, munu óvíða vera óvirkir
Seymslustaðir eða pakkhús fyrir skjalahauga, heldur láta þau til sín
taka skjalavörzlu embætta og stofnana og leitað er úrræða til að
grisja skjalasöfnin með sem hagkvæmustum, öruggustum og stór-