Saga - 1980, Blaðsíða 364
350
RITFREGNIR
virkustum hætti. Ný tækni við geymslu upplýsinga og staðreynda,
tölvur og gögn, sem þær framleiða, munu á komandi árum gera
nýjar kröfur til skjalasafnanna, sem bregðast verður við. Söfnin
verða með öðrum orðum að fylgja eftir þróun samfélagsins og
stjórnsýslukerfisins, eigi þau að geta gegnt hlutverki sínu sem
miðstöðvar heimildasöfnunar.
í kafla um aðbúnað í Þjóðskjalasafni eru rædd húsnæðismál og
húsnæðisþrengsli safnsins. Ekki eru þó nefndar neinar tölur um það,
hversu mikil menn áætla, að húsnæðisþörf safnsins yrði, ef öllu yrði
skilað, sem safninu ber að taka við að gildandi lögum og reglugerð-
um. Þjóðskjalasafnsmenn hljóta að hafa á takteinum einhverjar
tölur um það, hversu stór þeir áætla að skjalasöfn opinberra stofn-
ana og embætta séu og hversu mikið falli þar til af skjölum og
gögnum árlega, en ekki munu þeir hafa gefið upp neinar slíkar tölur
opinberlega. Mér segir svo hugur um, að þær tölur séu hrollvekj-
andi. 1 nýútkomnu hefti tímaritsins Arkiv, 7. bindi nr. 4, eru birtar
greinargerðir um grisjun skjalasafna á Norðurlöndum, sem voru
lagðar fram á norrænu rannsóknanámskeiði 1979 um varðveizlu
skjalagagna í þágu rannsókna. Engin greinargerð hefur verið lögð
fram á ráðstefnu þessari um stöðu þessara mála hér á landi og eng-
inn ísienzkur þátttakandi hefur verið þar. í Finnlandi hafa menn
áætlað að slcjalasöfn embætta og stofnana (centrala myndigheterna)
séu á að gizka 700 hillukílómetrar og að árlega falli til u.þ.b. 40
hillukílómetrar skjalagagna. Danir áætla, að skjalaframleiðsla hins
opinbera þar í landi hafi meira en fjórfaldast á árunum frá 1960—
1979 og hafi hún vaxið úr 26.5 hillukílómetrum árið 1960 í 55 hillu-
kílómetra árið 1979. Svipaðar virðast samsvarandi tölur frá Noregi
og Svíþjóð, nema hvað þær virðast enn hrikalegri í Svíþjóð. Ætli
Islendingar séu sparari á pappírinn í skriffinnskukerfi hins opin-
bera en þessar grannþjóðir? Ef tölurnar frá Finnlandi og Danmörku
eru lagðar til grundvallar og miðað við mannfjölda, mætti áætla, að
skjalaframleiðsla hins opinbera hér á landi gæti verið eitthvað á
bilinu 1,8—2,3 hillukílómetrar árlega. Þessi samanburður er vita-
skuld mjög ónákvæmur, en tölurnar gefa þó vísbendingu um, hversu
mikill sá vandi er, sem við er að glíma í skjalavörzlu. Það er ekki
að ástæðula,usu, að menn telja að óhjákvæmilegt sé að grisja skjala-
söfnin um 60—80%. í ljósi þessa er það athyglisvert, sem Sigfús
Haukur tekur fram, að núverandi húsnæði Þjóðskjalasafns nýtist
verr en skyldi vegna þess, að ekkert hafi verið sinnt um að vinza
úr pappíra, „sem mætti að skaðlausu vinza úr og fleygja eftir á-
kveðinn tíma“ (bls. 46). Varla stafa margumrædd húsnæðisvand-
ræði Þjóðskjalasafns af því, að safnið sé eða eigi að vera rusla-
haugur fyrir pappíra, sem ástæðulaust er að geymdir verði.