Saga - 1980, Page 365
RITFREGNIR
351
í köflum 4—13 er gerð grein fyrir aðdráttum skjala og helztu
heimildasöfnum, sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni. Ekki er að efa
það, að mörgum mun þykja mestur fengur að þessum hluta bókar-
innar og að hann muni reynast notadrjúgur gestum Þjóðskjala-
safns, jafnt fræðimönnum sem námsmönnum. Raunar er yfirlit
af þessu tagi forsenda þess, að menn geti áttað sig á þeim mögu-
leikum til sagnfræðirannsókna, sem safnið býður upp á, þó að það
dragi ekki úr nauðsyn nákvæmra sérskráa yfir hin einstöku skjala-
söfn. Upptalning heimildasafnanna er öðrum þræði brot úr sögu
stjórnsýsjukerfisins, sem var forsenda tilurðar þeirra. Þar sem
skjölum er raðað eftir embættum, þ.e. skjölum hvers embættis er
haldið saman sem samstæðri einingu, endurspeglar skipting skjala-
kostsins í einstök heimildasöfn embættisskipanina og þróun stjórn-
sýslukerfisins. Ástæða hefði verið til þess að gera grein fyrir upp-
runareglunni áður en greint var frá hinum einstöku heimildasöfnum
og tilurð þeirra. Að upprunareglunni er vikið í kafla VII, 2, sem
nefnist „Skrár yfir skjalasöfn hirðstjóra, stiftamtmanns yfir öllu
Islandi og suðuramts til 1873“, en hætt er við, að þeim, sem nota
bókina sem handbók, geti sést yfir það þar.
Líklega er það ofmælt, þegar Sigfús Haukur telur, á bls. 52, að
skortur Hannesar Þorsteinssonar og Valdimars Ásmundssonar á
þekkingu og reynslu við skráningu skjala hafi valdið mestu um það,
að „Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu" sem Jón Þor-
kelsson gaf út árið 1903, hafi verið algerlega misheppnuð sem skrá
yfir embættisskjöl. Upprunareglan mun að vísu hafa tíðkazt í sum-
um skjalasöfnum þegar á fyrra helmingi 19. aldar, en hún mun
ekki hafa hlotið almenna viðurkenningu sem undirstöðuregla í
skjalasöfnum fyrr en um aldamótin 1900. Það er því kannski varla
hasgt að búast við, að í skrá, sem var gefin út í Reykjavík árið 1903
°S byggðist á eldri skrám, sé upprunareglan virt í hvívetna.
Saga Þjóðskjalasafns íslands er hálfgerð píslarsaga. Sigfús
Haukur hefur gefið safninu þann vitnisburð, að það hafi verið hlut-
skipti þess að vera „lítt metin og vanmegna stofnun", og mun það
sízt ofmælt. Svo virðist sem lög þau, sem samþykkt voru árið 1924,
Um að leggja niður embætti þjóðskjalavarðar hafi náð að hálfkæfa
safnið, svo að það hefur ekki borið barr sitt síðan, enda þótt lögin
hafi ekki komið til framkvæmda. Mesta gróska virðist hafa verið í
starfsemi safnsins fyrstu árin í Safnahúsinu við Hverfisgötu undir
ötulli stjórn Jóns Þorkelssonar. Safnahúsið við Hverfisgötu var reist
af stórhug, og næstu tvo áratugina eftir að safnið fluttist þangað,
var rúmt um það. Og ekki nóg með það. Sigfús Haukur upplýsir að
Safnahúsið, sem nú stendur hafi einungis verið hugsað sem fyrsti á-
fangi 0g að fyrirhugað hafi verið að reisa aðra byggingu tengda