Saga - 1980, Page 366
352
RITFREGNIR
liinni fyrri með álmu. Eftir daga Jóns Þorkelssonar virðist hafa
sigið á ógæfuliliðina og safnið látið koðna niður. Það er ömurlegt til
þess að hugsa, að íslenzkir stjórnmálamenn áttu í áralöngu þrasi við
Dani og kröfðust afhendingar handrita, sem voru vel geymd í Kaup-
mannahöfn, og mögnuðu upp móðursýkisöldur í kringum hantírita-
kröfurnar á sama tíma og þjóðskjalasafn landsins hírðist í ösku-
stónni í eymd og niðurlægingu.
Sigfús Haukur er nákunnugur söguvettvangi sínum, efnisskipan
hans er skýr og framsetningin lipur. Fáeinar stafvillur rak ég
augun í, þó ekki svo margar, að þær væru til ama.
Af undirtitli á kápu má ráða, að rit þetta sé hið fyrsta í nýrri
ritröð á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla íslands. Enginn formáli
fylgir þó bókinni og engin grein er gerð fyrir þessari nýju ritröð.
1 áskriftarlista, sem legið hefur frammi í afgreiðslu Sögufélags
kemur fram, að fyrirhugað sé að gefa út ýmis smárit sögulegs
efnis og að hugmyndin sé sú, að þar verði birt það, sem til fellur
og að gagni teljist geta komið fyrir áhugamenn um sagnfræði. Hin
nýja ritröð fer vel af stað með þessu kveri Sigfúsar Hauks.
Jón E. Böðvarsson.
Heimsstyrjöldin 1939—1945. Robert T. Elson: AÐ-
DRAGANDI STYRJALDAR. Jón Ó. Edwald og Örnólf-
ur Thorlacius íslenzkuðu. Robert Wernick: LEIFTUR-
STRlÐ. Björn Jónsson íslenzkaði. Báðar bækurnar voru
gefnar út árið 1979.
Ekki verður með sanni sagt, að íslenzkir útgefendur hafi gert
mikið af því að gefa út þýðingar á ritum um erlenda sagnfræði. Hér
væri þó vissulega um verðugt verkefni að ræða fyrir hvem þann
útgefanda, sem hefði til að bera einhvern metnað fyrir hönd útgáfu
sinnar, því að ærið mörg eru þau öndvegisverk í sagnfræðibók-
menntum, sem liggja gersamlega óbætt hjá garði hér hjá okkur.
Einstakar undantekningar finnast þó frá því ástandi, sem lýst var
hér að ofan, t.d. útgáfa Menningarsjóðs í fjórum bindum á sögu
Grikklands og Rómar eftir Will Durant í snilldarþýðingu prófessors
Jónasar Kristjánssonar. 1 Ijósi þess, sem hér hefur verið rakið,
hlýtur maður að fagna sérhverju framtaki íslenzkra útgefenda, sem
miðar að því að auðga fáskrúðugt safn erlendra sagnfræðirita á
íslenzku máli. Nú hin síðustu misseri hefur verið uppi talsverð
hreyfing í þá átt að gefa út á íslenzku rit um eitt tiltekið viðfangs-