Saga - 1980, Side 367
RITFREGNIR
353
efni almennrar mannkynssögu: heimsstyrjöldina síðari. BókaúN
gáfan Fjölvi reið á vaðið með Stóru heimsstyrjaldarsögu Fjölva,
sem svo nefndist, og nú eru komnar út hjá Bókaklúbbi Almenna
bókafélagsins allmörg bindi í ritröð um heimsstyrjöldina síðari, en
ætlunin er að taka tvö fyrstu bindin í ritröð þessari til nánari um-
fjöllunar hér á eftir.
Það er dæmigert fyrir íslenzkt framtak og skipulagsgáfu — og
minnir raunar á ýmsar uppákomur í íslenzku atvinnu- og viðskipta-
lífi fyrr og síðar — að þegar mismunandi útgáfuaðilar ráðast í að
láta þýða og gefa út erlend sagnfræðirit, skuli þeir í vali viðfangs-
efna endilega allir þurfa að bera niður á sama sviði á sama eða
svipuðum tíma (Allir reyna að græða á því sama?). Maður
getur ekki að því gert að óska sér, að áhugasviðið hefði verið víð-
feðmara og fjölbreytnin meiri! En allt um það eiga báðir útgáfu-
aðilar þakkir skildar fyrir framtak sitt.
Heimsstyrjaldarsögu AB er fyrst og fremst ætlað að veita al-
rnennt yfirlit yfir aðdraganda styrjaldarinnar og rás viðburða í
styrjöldinni. ÖU er framsetning efnisins við það miðuð, að bækurnar
séu sem aðgengilegastar hinum áhugasama almenna lesanda. Veiga-
mikið atriði í þessu sambandi er myndefnið, sem er mikið, bæði
að vöxtum og gæðum, og er ekki sízt það, sem gefur bókunum gildi.
Textinn er að sama skapi heldur knappur, og dregur það að sjálf-
sögðu úr möguleikum til sagnfræðilegrar umfjöllunar um einstök at-
riði, enda vafasamt, hvort hægt er að hafa uppi kröfur um slíkt
gagnvart ritröð sem þessari. Hitt er svo annað mál, að það er
engan veginn auðvelt að setja saman knappan yfirlitstexta á borð
við þann, sem bækurnar um aðdraganda styrjaldar og leifturstríðið
hafa að geyma. Álitamálin hljóta að vera mörg: hvað á að hafa
með og hverju á að sleppa, hvaða áherzlur á að leggja o.s.frv.
Það fer ekki hjá því, að oft verði að setja fram mat á mönnum og
málefnum í stuttu máli og án þess að nægilega ítarlegum rökstuðn-
lngi verði við komið. Einmitt þessi síðasttalda staðreynd ætti því
að vera höfundum hvatning til að hafa fulla gát á í staðhæfingum
sííium og ályktunum, þannig að þær standi ekki eftir sem hálfsann-
leikur eða hreinir sleggjudómar eða verði að flokkast undir raka-
laust slúður.
Því er ekki að leyna, að undirrituðum þykir höfundum þeirra
^áka, sem hér eru gerðar að umræðuefni, takast misjafnlega upp í
bessu efni. Almennt gildir, að þeim tekst bezt upp, þar sem um
eiginlega atburðasögu er að ræða, en miður þegar að því kemur að
^jalla um og leggja mat á ýmis atriði af pólitískum toga. Einkum á
tetta við um Robert T. Elson og þá sér í lagi í tveim fyrstu köflum
Þókar hans um aðdraganda styrjaldar, „Friður reistur á sandi“ og
23