Saga - 1980, Síða 368
354
RITFREGNIR
„Sjá roðann í austri". Þá lýtir það fyrri bókina, að þar er að finna
ýmsar beinar skekkjur, rangfærslur og minni háttar ónákvæmni,
sem vafalaust má í flestum tilvikum rekja til bókarhöfundar, þótt
sumar þær „fjólur" sem hér um ræðir, séu greinilega runnar frá
þýðendum (og þá beint og óbeint á ábyrgð ritstjóra íslenzku útgáf-
unnar). Þetta leiðir hugann að því, hvað hafi ráðið vali ritstjóra
og þýðenda af forlagsins hálfu. Eitt liggur að minnsta kosti í
augum uppi, þegar litið er á aðstandendur þeirra binda, sem þegar
eru út komin í bókaflokknum: forlagið virðist ekki hafa verið
þeirrar skoðunár, að ritstjórn, þýðing og útgáfa erlendra sagn-
fræðirita á íslenzku sé viðfangsefni, sem komi íslenzkum sagnfræð-
ingum við, nema þá að takmörkuðu leyti. Þetta sést bezt á því, að af
þeim sjö mönnum, sem viðriðnir hafa verið útgáfuna fram til þessa,
hefur aðeins einn starfað á þeim vettvangi, svo að um hafi munað
og eftir verið tekið, enda hinir flestir án sérmenntunar á þessu
sviði. Þótt þessir menn hafi skilað góðu verki, hver á sínu kjör-
sviði, og sumir þeirra séu málhagir, er það því miður ekki nægileg
trygging fyrir því, að þeir geti leyst sómasamlega af hendi það verk-
efni að þýða erlent sagnfræðirit á íslenzku. Það er skoðun þess, sem
þetta ritar, að forlagið hafi með þeirri stefnu, sem það hefur tekið
varðandi ritstjórn verksins, og að nokkru í vali þýðenda, sýnt ís-
lenzkum sagnfræðingum og sérfræðiþekkingu þeirra óverðskuldaða
lítilsvirðingu. Slíku má ekki láta ómótmælt, þegar þess er gætt,
að vafalaust hefur verið úr tugum hæfra manna að velja úr hópi
sagnfræðimenntaðra manna til að vinna umrædd verk.
Skal nú vikið að einstökum efnisatriðum í fyrsta bindi, sem ástæða
er til að gera athugsemdir við. Á bls. 18 er rætt um „einvalds-
stjórn Vilhjálms II keisara". Þótt þýzka keisaradæmið væri vissulega
ekki þingræðisríki og stjórnarfar þar með ákveðnum einveldisblæ,
ber það vott um ruglandi að láta svo sem þar hafi ríkt einvalds-
stjórn í þess orðs eiginlegu merkingu. Á bls. 19 er því haldið fram,
að vopnahléið í nóvember 1918 hafi verið tilkynnt í útvarpi! Slík
staðhæfing kemur manni spánskt fyrir sjónir, því að eiginlegar
útvarpssendingar munu ekki hafa verið hafnar á þessum tíma.
Hefur ekki þýðandi hér ruglað saman útvarpssendingum og ein-
hverri annarri tegund af „firðtali“? Á bls. 20 er rætt um „skamm-
vinna“ og „árangurslitla“ herför ítala gegn Austurríkismönnum í
fyrri heimsstyrjöldinni. Tekið skal undir, að árangursrík var þessi
herför ekki, en getur herför, sem stóð frá því í apríl 1915 og þar
til í október 1918 með réttu kallazt skammvinn? Á sömu bls. eru
ættirnar Habsborg, Hohenzollern og Romanov nefndar „gamlar
konungaættir", þegar eðlilegra væri að tala um keisaraættir. Á bls.
22 er að finna kort, sem sýnir ríkjaskipan og landamæri í Evrópu