Saga - 1980, Side 369
RITFREGNIR
355
eftir fyrri heimsstyrjöld. MeS korti þessu fylgir skýringatexti,
þar sem m.a. segir, að sum landamæri hafi verið „blygðunarlaust
færð“. Með þessu orðalagi er átt við það, að Þjóðverjum var í friðar-
samningunum gert að láta Elsass-Lothringen af hendi við Frakka.
Ofangreinda staðhæfingu um blygðunarleysi held ég væri rétt að
skoða í því samhengi, að Þjóðverjar höfðu unnið þessi héruð með
hervaldi 1871 og innlimað þau í Þýzka ríkið gegn vilja meirihluta
íbúanna, og keisarastjórnin alla tíð síðan meðhöndlað þá sem annars
flokks þegna, sem illa væri treystandi. Þá segir í þessum sömu skýr-
ingum, að ný landamörk Rússlands hafi verið sett í samræmi við
„hugsjón Woodrows Wilsons“ um rétt einstakra þjóða. Þetta á
vissulega við um Eystrasaltsrikin þrjú og Finnland, en er hreint
öfugmæli, hvað varðar landamæri Rússlands og Póllands, þar eð
Pólverjar höfðu að engu upphaflegar hugmyndir Vesturveldanna
um landamæri (Curzonlínuna svokölluðu), en lögðu undir sig stór
landsvæði í vesturhluta Rússlands, sem byggð voru Úkraínumönnum
og Hvít-Rússum - og nutu beinnar aðstoðar Frakka við verkið.
Landamæri þau, sem hér um ræðir, voru því ekki í samræmi við neina
hugsjón — nema þá „hugsjón" æstra pólskra þjóðernissinna um
hömlulitla útþenslu hins endurreista pólska ríkis út um allar þorpa-
Strundir. í þessum sama myndatexta er hugtakið þjóðríki haft um
Tékkóslóvakíu, þótt í sömu málsgrein séu taldar fjórar mismunandi
þjóðir, er það ríki byggðu (og raunar ekki öll kurl komin til grafar
með því). Það er vægast sagt undarlegt að dubba dæmigert fjölþjóða-
nki upp í að heita þjóðríki, en ekki treysti ég mér til að skera úr um,
hvort þessi ruglandi er frá höfundi eða þýðanda komin. En það er
ttieira blóð í kúnni. Myndatextinn hefur einnig að geyma upptalningu
á þeim þjóðum, sem byggðu hina nýju Júgóslavíu, en það var
>»blanda af Króötum, Serbum, Bosníumönnum, Magyörum og Slöv-
um“. Með heitinu Magyarar er vafalaust átt við þá þjóð, sem hingað
til hefur verið nefnd Ungverjar á íslenzku, en með „Slövum“ á
höfundur (þýðandi?) væntanlega við Slóvena, eina þriggja aðalþjóða,
sem byggja Júgóslavíu. Slavar eru eins og alkunna er ekki heiti á
neinni einstakri þjóð, heldur samheiti, sem tekur til margra skyldra
bjóða. Rangfærslur af þessu tagi eru hreinlega óafsakanlegar. 1
títtnefndum myndatexta er klykkt út með að segja, að Evrópa hafi
eftir friðargerðina verið „hatrammlegar sundruð en nokkru sinni
fyrr.“ Þetta er hæpin staðhæfing. Vissulega skiptist Evrópa eftir
friðargerðina í fleiri sjálfstæð ríki en áður, en á móti kom, að þeim
Evrópubúum, sem bjuggu við beina erlenda yfirdrottnun hafði fækkað
Ur 60 milljónum í 30 milljónir við friðargerðina. Á bls. 24 er komizt
Svo að orði, að landar Clemenceaus hafi nefnt hann „tígrisdýrið"
Ve&na hörku hans. Eftir orðanna hljóðan virðist mega draga þá