Saga - 1980, Síða 370
356
RITFREGNIR
ályktun, að Clemenceau hafi fengið þetta ,,sæmdarheiti“ vegna
harðfylgis síns við stríðsreksturinn gegn Þjóðverjum. Svo var þó
ekki. Nafngiftin er miklu eldri, því að hún stafar frá upphafsskeiði
þriðja lýðveldisins franska, árunum eftir 1880, þegar Clemenceau
gat sér mikið orð á franska þinginu sem skelfir og banamaður valtra
ríkisstjórna.
Á bls. 25 er því lialdið fram, að Frjálslyndi flokkurinn brezki
hafi unnið sigur í kosningum, er fram fóru í Bretlandi eftir vopna-
hléið 1918. Þetta er alrangt. Það væri sanni nær að segja, að þessar
kosningar hafi markað upphafið að endalokum flokksins sem áhrifa-
aðila í brezkum stjórnmálum. Frjálslyndi flokkurinn var um þessar
mundir klofinn niður í rót milli áhangenda Lloyd Georges og Her-
herts II. Asquiths. Eiginlegur sigurvegari kosninganna var samsteypa
sú, sem stóð á bak við þjóðstjórnina, en meginuppistaða hennar voru
íhaldsmenn, þótt Lloyd George væri stjórnarforseti.
Við skulum nú aðeins víkja sögunni frá sigurvegurum stríðsins til
hinna sigruðu. Á bls. 29 er komizt svo að orði, að ríkisstjórn Þýzka-
lands hafi verið „flutt úr rústum Berlínar til Weimar“ í ársbyrjun
1919. Slíkt orðalag kemur einkennilega fyrir sjónir, þegar þess er
gætt, að Berlín hafði elcki verið vígvöllur í stríðinu fremur en Þýzka-
land yfirleitt. Þá segir svo á bls. 30, að Friedrich Ebert hafi hinn
9. nóvember „heyrt hróp félaga þýzka kommúnistaflokksins, sem
gengu fylktu liði eftir Unter den Linden“. Þetta má kalla vel að
verið hjá Ebert, þegar þess er gætt, að Kommúnistaflokkur Þýzka-
lands hafði þá ekki enn verið stofnaður! Það gerðist ekki fyrr en
um áramótin 1918—1919. Á sömu bls. er rætt um samkomulag Eb-
erts við Wilhelm Gröner hershöfðingja og í því sambandi komizt
svo að orði með nokkurri velþóknun, að það hafi „(tryggt) þýzku
þjóðinni sögulegt samhengi". Það er auðvitað rétt, að óskert áhrifa-
staða herforingja, júnkara og stóriðjuhölda í Weimarlýðveldinu
tryggði vissulega ákveðið samhengi í sögu Þýzkalands, en sú hugsun
hlýtur að vera næsta áleitin, hvort það hefði ekki verið þýzku þjóð-
inni og raunar mannkyni öllu fyrir beztu, ef þetta samhengi hefði
verið rækilega rofið 1918? Á bls. 31 er rætt um „tyrkneska keis-
aradæmið“, og eru það nokkur tíðindi, að eitthvað slikt skuli hafa
verið til. Manni verður á að spyrja, hvers Tyrkjasoldánar eigi að
gjalda frá höfundi og/'eða þýðanda?
Hér hafa verið gerðar athugasemdir við ýmis atriði í fyrsta
kafla bókarinnar „Aðdragandi styrjaldar.“ Því miður verður ekki hjá
því komizt að víkja með sama hætti að ýmsum atriðum í næsta
kafla. 1 myndatexta á bls. 33 er talað um „vígreifa hermenn þing-
ræðisstjórnarinnar rússnesku". Fyrir það fyrsta er nú hæpið, að
umrædd ríkisstjórn hafi nokkru sinni haft á að skipa vígreifum