Saga - 1980, Page 371
RITFREGNIR
357
hermönnum, og svo held ég líka, að áhangendum og unnendum þing-
ræðisstjórnarfars sé lítill greiði ger með því að dubba bráðabirgða-
stjórnina rússnesku upp sem þingræðisstjórn. Raunar viðurkennir
höfundur (þýðandi?) þetta sjónarmið í verki á bls. 44, þar sem um-
rædd stjórn er kölluð „viðlagastjórn". 1 myndatexta á bls. 34 er
talað um júnímánuð 1917 sem „síðustu daga stríðsins". Þetta er
vægast sagt ónákvæmt, því á þessum tíma var bráðabirgðastjórnin
enn við völd og hreint ekki á þeim buxunum að binda endi á stríðið.
Því lauk ekki heldur formlega fyrr en með vopnahléssamningum
stjórnar bolsévika við Þjóðverja hinn 2. desember 1917. Á bls. 34
er komizt svo að orði, að næstu fimm árin eftir valdatöku bolsévika
hafi „gengi mannslífanna (fallið) ískyggilega í Rússlandi". Víst er
um það, að gengi mannslífa er sjaldnast hátt á tímum grimmúð-
legrar borgarastyrjaldar, uppskerubrests og hungursneyðar. Hitt
orkar meira tvímælis, hvort gengisfallið var ýkjamikið frá því í tíð
keisarastjórnarinnar, sem hafði haft þann háttinn á í stríðsrekstri
sínum að etja hermönnum fram á vígvöllinn nánast vopnlausum
og um langt skeið knúið á um kornútflutning í þeim mæli, að sultur
hafði víða sorfið að í landinu langtímum saman.
Á bls. 44 er komizt svo að orði um bráðabirgðastjórnina, að hinn
23. október hafi hún „enn (verið) völt í sessi“. Þetta er kostulegt
orðalag. I því felst nánast, að umrædd ríkisstjórn hafi verið að
styrkja stöðu sína og að hún hafi yfirleitt átt sér einhverrar við-
reisnar von. Atburðir þeir, sem áttu sér stað tveimur dögum seinna,
sýndu, svo að ekki varð um villzt, að bráðabirgðastjórnin var rúin
öllu trausti. Má raunar fullyrða, að traust manna á bráðabirgða-
stjórninni hafi aldrei verið mikið, en þó líklega mest daginn, sem
hún var mynduð. Höfundur kemst svo að orði á bls. 45, að eftir
valdatöku bolsévika hafi Lenin „líklega notið fylgis 200 þúsund
Wanna í Rússlandi". Eins og þessi fullyrðing stendur í textanum,
felur hún nánast í sér staðhæfingu um valdarán örlítils minni-
hluta gegn yfirgnæfandi meirihlutavilja meðal þjóðarinnar.
Engin tilraun er gerð til að tengja valdatöku bolsévika við
raunverulegar aðstæður í rússnesku samfélagi, hvernig stefna
holsévika svaraði áleitnum kröfum allrar alþýðu um frið, brauð og
larðnæði. Á bls. 46 segir, að fjórða dúman hafi „(ráðið) úrslitum um
fall keisarans“. Þetta er einkennileg fullyrðing, þegar þess er gætt,
að dúman átti engan þátt í falli keisarans, og hinn nafnlausi múgur
^anast þröngvaði völdunum upp á þingmenn dúmunnar eftir fall
hans. Höfundur tekur raunar orð sín að nokkru aftur neðar á þess-
ari sömu síðu. 1 frásögn á bls. 47 af veizlu þeirri, þar sem Raspútín
var myrtur, kemur fram tímaskekkja í tali um „glymskratta" í þeirri
Veizlu. Hér hefur naumast verið um að ræða slíkt hljómflutnings-