Saga - 1980, Page 373
RITFREGNIR
359
þess sem stjórn bolsévika var reiðubúin til samstarfs við erlenda
kapítalista um nýtingu auðlinda og uppbyggingu efnahagslífsins
heima fyrir.
Eins og sjá má eru bókarhöfundi, Robert T. Elson, og útgáfuaðilum
nokkuð mislagðar hendur í tveimur fyrstu köflum bókarinnar. Þeir
komast hins vegar mun betur frá síðari hluta bókarinnar, þótt þar
kenni einnig misjafnra grasa, sem nú verður vikið að. Verður þá
fyrst fyrir, að á bls. 94 er Hitler í tvígang nefndur „liðþjálfinn frá
Bæheimi", hvernig svo sem sú nafngift er til komin. Er kannski verið
að rugla saman Bæheimi og Bæjaralandi? Á sömu síðu er beinlínis
farið rangt með veigamikla sögulega staðreynd. Því er haldið fram,
að nazistar hafi unnið sinn stærsta kosningasigur, fengið 230 þing-
sæti, í þingkosningunum í nóvember 1932. Nazistar unnu sinn mesta
sigur í þingkosningunum í júlí 1932. Kosningarnar í nóvember fólu
í sér alvarlegt áfall fyrir nazista. Þá misstu þeir 2 milljónir at-
kvæða og 34 þingsæti.
1 þeim hluta bókarinnar, þar sem fjallað er um Mússólini, er í ís-
lenzku þýðingunni jafnan talað um hann sem „hertogann“. Hér
mun vera á ferðinni tilraun til að þýða á íslenzku hinn ítalska titil
Mússólinis, II Duce. Þetta orð er vissulega rótskylt orðunum dux á
latínu og duke á ensku, en þau hafa bæði verið þýdd með hertogi á
islenzku. Þetta orð orkar hins vegar andkannalega á undirritaðan,
þegar Mússólini er annars vegar. Liggur ekki beinast við að tala
urn hann annaðhvort sem foringjann eða leiðtogann?
1 kaflanum „Ókyrrð í Austurlöndum“ segir svo á bls. 129, að
uþrýstingur frá Stalín“ hafi mótað þá afstöðu kínverskra kommún-
]sta árið 1936, að leita samfylkingar við þjóðernissinna gegn Japön-
um. Þessi staðhæfing er meira en hæpin. Kínverskir kommúnistar
höfðu, þegar hér var komið sögu, um árabil fylgt mjög sjálfstæðri
stefnu gagnvart bæði Komintern og Sovétstjórninni, og um skeið,
a tíma göngunnar miklu, verið nánast sambandslausir við þessa
a®ila. Því má það teljast yfir allan efa hafið, að hér var fyrst og
fremst um að ræða sjálfstæða stefnumörkun kínverskra kommún-
lsta, sem byggðist á raunsæju mati á öllum aðstæðum í Kína. Hitt
e:r svo annað mál, að Stalin hlaut að falla þessi stefna vel í geð
eins og til liagaði í sambúð Japans og Sovétríkjanna um þessar
rnundir.
1 fimmta kafla á bls. 153 er lýst jákvæðri afstöðu ýmissa forystu-
•nanna Breta og Frakka til Mússólinis. Er í því sambandi nefndur
til sögu Aristide nokkur. Hér virðist eitthvað málum blandið, því að
ekki er mér kunnugt um neinn brezkan eða franskan forystumann
rnéð því nafni. Þykir mér allt benda til, að hér sé átt við Briand,
utanríkisráðherra Frakka, sem reyndar hét Aristide að fornafni!