Saga - 1980, Side 374
360
RITFREGNIR
1 sjötta kafla á bls. 167 er vikið nokkuð að fylkingaskipan í
spænsku borgarastyrjöldinni. Meðal þeirra þjóðfélagsafla, sem þar
eru talin hafa skipað sér í raðir hægri manna, eru „óðalsbændur".
Er sú staðhæfing síðan endurtekin neðar á sömu síðu. Orðalag á
borð við þetta er í senn rangt og villandi, því að hér er augljóslega
átt við gósseigendur, sem vissulega voru einn af máttarstólpum hægri
aflanna. Á sömu síðu er talað um falangista sem „voldug samtök" í
upphafi borgarastyrjaldarinnar. Þetta er ekki rétt, því að flokkur
falangista var aðeins einn af mörgum aðilum, sem sameinuðust
undir merkjum Francos, og alls ekki fjölmennur fyrir upphaf
stríðsins, og önnur samtök mun meir áberandi í röðum hægri
manna. Þá finnst mér það röng notkun á hugtakinu bylting að nota
það um uppreisn hægri aflanna á Spáni gegn lýðveldinu; nær lagi
væri að tala um gagnbyltingu í þessu sambandi.
Á bls. 175 er mikið gert úr áskorunum Churchills til landa sinna,
meðan á Spánarstríðinu stóð, um að snúast gegn Franco. Hér verður
liöfundi meira en lítið á í messunni. Það mun rétt vera, að Churchill
gerði sér undir lok borgarastyrjaldarinnar á Spáni grein fyrir því,
hvað þar var í húfi og fyrir hverju herir spænska lýðveldisins
höfðu verið að berjast. 1 upphafi stríðsins og lengi fram eftir því
var samúð hans ótvírætt með Franco og hans liðsmönnum, en af-
staða hans til lýðveldisstjórnarinnar að sama skapi neikvæð, enda
taldi hann kommúnista og aðra blóðrauða byltingarseggi ráða lög-
um og lofum í henni (sjá Robert Rhodes James: Churchill. A
Study in Failure 1900—1939, bls. 329, 332—333 og 406—409).
Á bls. 178 er talað annars vegar um „þjóðernissósíalisma“, en
hins vegar um „nazista". Hringlandaháttur af þessu tagi er til lýta,
auk þess sem þjóðernissósíalismi er skelfing ólánlegt orð. Nazismi
og nazistar eru heppilegustu heitin á umræddum fyrirbærum í ís-
lenzku máli, enda löngu komin hefð á notkun þeirra. Þá verður að
segjast eins og er, að það særir alltaf málkennd mína, þegar talað
er um „aðra heimsstyrjöldina" eins og gert er á bls. 186 og átt við
heimsstyrjöldina síðari.
Á bls. 188—189 er sagt frá hinum mikilvæga fundi, sem Hitler
átti með ýmsum nánustu ráðgjöfum sínum á sviði hermála og
utanríkismála hinn 5. nóvember 1937. Höfundur fylgir í umfjöllun
sinni um fundinn, viðfangsefni hans og niðurstöður, hinni við-
teknu skoðun í þessu efni fyrirvaralaust. Samkvæmt henni hafði
fundur þessi mikla stefnumarkandi þýðingu og fundargerðin, hin
svokallaða Hossbachskýrsla, talin veigamikið sönnunargagn um
árásarfyrirætlanir Hitlers og skip.ulegan styrjaldarundirbúning hans.
Mjög var til skjals þessa vitnað sem sönnunargagns við stríðsglæpa-
réttarhöldin í Niirnberg, og ritstjórar ritraðarinnar Documents on