Saga - 1980, Page 375
RITFREGNIR
361
German Foreign Policy gera einnig mikið úr gildi þess sem heimildar
om stefnu Hitlers í utanríkismálum 1937—1938. Ekki ætlar undir-
ritaður sér þá dul að afneita heimildargildi Hossbachskýrslunnar eða
mikilvægi fyrrnefnds fundar. Hitt orkar aftur tvímælis, hvort sú
fullyrðing höfundar fái staðizt, að fundargerð fundarins hafi verið
færð „af stakri nákvæmni" og hún reynzt „eitt merkasta skjal síns
tíma".1 Ég hefði talið eðlilegt, að höfundur hefði haft nokkurn
fyrirvara á staðhæfingum sínum varðandi þetta atriði, enda vand-
séð, að þetta skjal eitt út af fyrir sig hafi slíka úrslitaþýðingu
fyrir mat manna á aðdraganda síðari heimsstyrjaldar og áform-
um Hitlers í utanríkismálum sem menn hafa oft viljað vera láta.
ýmislegt fleira er að athuga við framsetningu og frágang í síð-
asta kafla bókarinnar. Tvö efnisatriði eru þar veigamest. Annars
vegar umfjöllun höfundar um alþýðufylkingarnar svonefndu, en
hins vegar lýsing hans og túlkun á atburðum sumarsins 1939 og þá
einkum þætti Sovétstjórnarinnar í framvindu mála. Á bls. 191 rek-
ur höfundur tilurð alþýðufylkinganna eingöngu til „stjórnmála-
klækja“ Stalíns og fyrirmæla hans til kommúnistaflokka utan Sovét-
ríkjanna. Þetta er mjög yfirborðsleg skýring. Það er hafið yfir
allan efa, að Sovétstjórnin leit með mikilli velþóknun á þá sam-
fylkingarstefnu, sem Komintern markaði á þingi sínu 1935, m.a.
fynr forgöngu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, í framhaldi af
endurmati ráðamanna þar í landi á stöðunni í utanríkismálum í kjöl-
far valdatöku Hitlers. Hitt er þó engu síður mikilvægt, að umrædd
viðhorfs- og stefnubreyting studdist einnig við reynslu og mat
einstakra kommúnistaflokka á aðstæðum og framvindu mála í lönd-
um þeirra. Því fer með öðrum orðum fjarri, að Stalín hafi þröngvað
samfylkingarstefnunni upp á heimshreyfingu kommúnista, þvert á
m°ti hafði skapazt víðtækur skilningur á nauðsyn hennar innan
hreyfingarinnar — og reyndar meðal vinstri manna almennt - í ljósi
Mturrar reynslu, einkum í Þýzkalandi. Má hér nefna tvö dæmi þessu
fil staðfestingar. Fyrra dæmið lýtur að samstarfssamningi franskra
kommúnista og franskra sósíaldemókrata, sem undirritaður var 29.
Julí 1934 og batt, a.m.k. um skeið, enda á illdeilur þessara flokka.
Það er engum vafa undirorpið, að uppgangur fasista og annarra
°ígafu]lra hægri afla í frönsku þjóðlífi misserin næst á undan, sem
naði hámarki í miklum uppþotum snemma árs 1934 í kjölfar Stav-
1 Skemmtilega og ögrandi umfjöllun um þetta efni er að finna í
bók A. J. p. Taylor: The Origins of the Second World War. Vís-
ast hér einkum til 7. kafla bókarinnar og formála þess, er höf-
undur ritaði fyrir annarri útgáfu hennar 1963 („Second
Thoughts").