Saga - 1980, Side 376
362
RITFREGNIE
iskyhneykslisins svonefnda, hafði úrslitaáhrif í þá veru að tryggja
samstöðu flokkanna tveggja. Margir vinstri menn töldu uppþot
þetta fyrirboða um valdarán af hálfu öfgafullra hægriafla og slikri
hættu yrði að svara með samstarfi vinstri aflanna, hvað sem fyrri
ágreiningi liði.
Síðara dæmið er af tilurð alþýðufylkingarinnar á Spáni, en mynd-
un hennar snemma á árinu 1936 var afar eðlilegt andsvar við öll-
um aðstæðum í spænsku þjóðlífi og stjórnmálum. 1 kosningum, sem
fram fóru þar í landi 1933, höfðu hægri öflin fengið meirihluta á
þingi, enda höfðu þau samstöðu í kosningunum. Vinstri öflin höfðu
hins vegar gengið sundruð til kosninganna. Stjórnmálaþróunin eftir
1933 hafði öll verið á þann veg að mati vinstri manna, að samfylk-
ing þeirra virtist óhjákvæmileg nauðsyn, ef takast ætti að varð-
veita eitthvað af takmörkuðum ávinningum hinnar borgaralegu lýð-
ræðisbyltingar 1931 og enn frekar koma í veg fyrir það, sem virtist
vera í uppsiglingu: valdarán öfgafyllstu hægriaflanna.
1 umfjöllun sinni um alþýðufylkingarnar kemst höfundur svo að
orði, að þær hafi „víðast á vesturlöndum (notið) takmarkaðs fylgis“.
Þessi staðhæfing er villandi, eins og hún er fram sett hér. Það er
vissulega rétt, að árangur samfylkingarbaráttunnar var misjafn
eftir löndum. Mestur árangur náðist á Spáni og í Frakklandi, þar
sem alþýðufylkingarnar unnu sigur í þingkosningum árið 1936 og
mynduðu ríkisstjórnir. Hitt er líka ótvírætt, að samfylkingarbarátt-
an varð alls staðar til að skerpa vitund manna um eðli og markmið
fasismans, og hún átti mestan þátt í að vekja menn til virkrar and-
stöðu við útþensluáform fasistaríkjanna, eins og borgarastyrjöldin
á Spáni er m.a. til marks um.
Því er ekki að leyna, að lýsing höfundar á framvindu mála vorið
og sumrið 1939 er heldur yfirborðsleg, enda er hratt farið yfir sögu
í frásögn hans. Þótt hvergi sé því haldið fram berum orðum, að
samningaviðræður Sovétríkjanna og Vesturveldanna hafi strandað
á afstöðu Sovétríkjanna, er sá undirtónninn í frásögninni. Einkum
þykir mér þetta koma fram, þar sem f jallað er um mannaskipti þau,
sem urðu í utanríkisforystu Sovétríkjanna vorið 1939, þegar Litvin-
ov lét af embætti utanríkisráðherra, en Molotov tók við. Það gefur
augaleið, að umrædd mannaskipti mátti að sjálfsögðu túlka sem
fyrirboða um hugsanlega stefnubreytingu Sovétstjórnarinnar gagn-
vart Þýzkalandi, því að Litvinov hafði á undangengnum árum
verið óþreytandi talsmaður þess, bæði innan og utan Þjóðabanda-
lagsins, að komið yrði á víðtæku samstarfi um öryggismál milli Sovét-
ríkjanna og Vesturveldanna í því skyni að stemma stigu við yfir-
gangi öxulveldanna. Hins vegar væri rangt að álykta svo, að með
þessum mannaskiptum hafi Stalín kastað fyrri stefnu fyrir róða, en