Saga - 1980, Blaðsíða 378
364
RITFREGNIR
bezt undir þá styrjöld, sem naumast yrði umflúin, og tryggja sér
sem sterkasta vígstöðu fyrirfram. Varnarbandalag af því tagi, sem
Sovétríkin gerðu tillögu um í viðræðunum við Vesturveldin, átti
einmitt að þjóna slíkum tilgangi. Einföld samstöðuyfirlýsing af
því tagi, sem Bretar lögðu til, var frá sjónarhóli Sovétstjórnarinnar
verri en engin. Hún tryggði í fyrsta lagi á engan hátt öryggishags-
muni Sovétríkjanna, heldur bauð miklu fremur hættunni heim, þeirri
hættu, að Sovétríkin drægjust inn í styrjöld upp á líf og dauða við
Þýzkaland á meginlandinu, án þess að hafa í höndum neinar á-
þreifanlegar tryggingar fyrir fullum og óskoruðum stuðningi Vest-
urveldanna í slíkri viðureign. Menn þurftu tæpast að vera gæddir
sömu tortryggni og Stalín til að geta haft sínar efasemdir í þeim
efnum, í ljósi þess hvernig viðbrögð Vesturveldanna höfðu verið við
yfirgangi öxuiveldanna á undangengnum árum. Sporin frá Abessi-
níu, Spáni og Téklcóslóvakíu hlutu að hræða. Þá var það ekki til
þess fallið að auka traust sovézkra ráðamanna í garð Breta, hvernig
Bretar stóðu að viðræðunum sumarið 1939: Þegar brezka stjórnin
loksins eftir langa mæðu skipaði viðræðunefnd af sinni hálfu, út-
nefndi hún undirtyllu úr flotamálaráðuneytinu til að vera í fyrirsvari
fyrir nefndinni. Þegar svo loks nefndin lagði af stað til Moskvu, valdi
hún seinfærasta ferðamáta, sem hugsast gat þangað, og þegar svo
viðræður hófust, var nefndin í reynd umboðslaus til að taka nokkrar
ákvarðanir. Menn beri þessi vinnubrögð saman við „röggsemi“
Chamberlains í viðræðum hans við Hitler árið áður!
Það er í þessari stöðu, sem Stalín afræður að leita samninga við
Hitler. Þegar hann tek,ur þá ákvörðun lætur hann stjórnast fyrst
og fremst af kaldhömruðum ríkis- og öryggishagsmunum Sovét-
ríkjanna sem slíkra. Fyrir þeim hlaut allt annað að víkja, þ. á m.
tillitið til heimshreyfingar kommúnista, en það er önnur saga, sem
ekki verður hér rakin.
Áður en skilizt verður með öllu við bókina Aðdragandi styrjaldar,
er rétt að drepa stuttlega á nokkur smærri atriði, sem undirritaður
hnaut um við lestur síðasta hluta hennar. Á bls. 188 er valdaráns-
tilraun nazista í Austurríki nefnd byltingartilraun. Á næstu síðu
tekur höfundur svo til orða, að „þýzka evangeliska kirkjan (hafi
verið) komin undir stjórn ríkisins". Þetta er vægast sagt óljóst orða-
lag og segir lesanda harla lítið um samskipti ríkis og kirkju í
Þýzkalandi Hitlers eða þær breytingar, sem þá urðu á stöðu kirkj-
unnar. Bíkisforsjá í málum mótmælendakirkjunnar í Þýzkalandi
var ekkert nýtt, heldur hafði verið við lýði allt frá dögum Lúthers.
Enn er komizt svo að orði á þessari sömu síðu, að verkalýður Þýzka-
lands hafi búið við „sæluástand" undir stjórn foringjans. Þetta
þykir mér hlálega að orði komizt, jafnvel þótt hér sé einkum átt