Saga - 1980, Qupperneq 379
RITFREGNIR
365
við þá staðreynd, að atvinnuleysi kreppuáranna hafi verið útrýmt að
rnestu. Höfundur talar á bls. 191 um „borgaralega jafnaðarmanna-
flokka“. Auðskilið er af samhengi, að átt er við sósíaldemókrata-
flokka. Hins vegar felli ég mig illa við þetta orðalag, því að í mínum
huga eru borgaralegir flokkar og jafnaðarmannaflokkar andstæðir
pólar. Þar að auki held ég, að allir sósíaldemókrataflokkar á fjórða
tug aldarinnar hefðu frábeðið sér slíka nafngift, og flestir líklega
enn í dag. Á bls. 194 er talað um Súdetaland þar sem venja er á
íslenzku að tala um Súdetahéruðin. Þá er þess að geta, að í texta
með mynd á bls. 210—211 kemur fyrir meinlegur ruglingur milli
Rúmeníu og Rúþeníu. Rúmenía var og er svo sem alkunna er sjálf-
stætt ríki, en Rúþenía (sem einnig er stundum nefnd Karpata-
Okraína) var á þessum tíma hluti af Tékkóslóvakíu. Ungverjar her-
námu Rúþeníu með góðfúslegu leyfi Þjóðverja í tengslum við sund-
urlimun Tékkóslóvakíu.
Ég hef gerzt nokkuð fjölorður um þetta fyrsta bindi bókaflokks-
ins, enda þykist ég hafa sýnt fram á, að það er hroðvirknislega
unnið að ýmsu leyti. Þá fer ekki milli mála, að margt í niðurstöðum
höfundar orkar tvímælis, og ýmsar staðhæfingar hans eru illa
grundaðar eða beinlínis rangar svo sem sýnt hefur verið fram á.
Hvað annað bindi bókaflokksins, Leifturstríð, eftir Robert Wer-
nick, varðar, hlýtur umsögn mín í stórum dráttum að vera jákvæð.
Það gildir í fyrsta lagi um myndefnið, sem er mikið, bæði að vöxtum
°S gæðum. Ekki er sízt fengur að myndum þeim, er fylgja kaflanum
»Aríar í tonnatali", þar sem gerð er grein fyrir listsköpun í þriðja
ríkinu og þeim kröfum, sem stjórnvöld höfðu uppi á hendur lista-
niönnum í þeim efnum. Hér er um að ræða viðfangsefni, sem oft
hefur orðið útundan í almennum yfirlitsritum um þriðja ríkið. Sama
niá raunar segja um kaflann „Afreksmenn í útlegð“, sem einnig
er fengur að.
Meginefni bókarinnar er, svo sem nafn hennar ber með sér, lýs-
lriff á hernaðarátökunum frá innrás Þjóðverja í Pólland 1. september
1939 fram að falli Frakklands í júnílok 1940. Veigamestu kaflarnir
ei’u um Póllandsherferðina og stríðið á vesturvígstöðvunum 1940, en
einnig er gerð grein fyrir finnska vetrarstríðinu og innrás Þjóð-
Vei'ja í Danmörku og Noreg vorið 1940. Höfundur leggur áherzlu á
að lýsa sem bezt þeirri hernaðaraðferð, sem kennd hefur verið við
»leifturstríð“ (Blitz-krieg), einkennum hennar, á hvaða forsendum
hún byggðist og hverjar nýjungar þessi hernaðaraðferð fól í sér frá
teirri hernaðartækni og þeim herfræðilega þankagangi, sem áður var
rfkjandi. Það kemur skýrt fram hjá höfundi, sem einhverjum kann
að koma á óvart, að hinir miklu sigrar Þjóðverja á fyrstu misserum
stríðsins byggðust alls ekki á neinum sérstökum yfirburðum þeirra