Saga - 1980, Page 381
RITFREGNIR
367
vel. Þetta þrengir að vísu sjónarhorn höfundar að vissu marki, en
á móti kemur, að frásögnin er oft fjörlegri og meira lifandi og
höfðar þá væntanlega um leið betur til hins almenna lesanda.
Eg vil að endingu gera fáeinar athugasemdir við einstök atriði í
texta. Á bls. 19 hefur slæðzt inn sú skekkja, að griðasáttmáli
Sovétríkjanna og Þýzkalands hafi verið gerður tæpri viku eftir
árás Þjóðverja á Pólland. Hið rétta er að sjálfsögðu, að hann
var undirritaður rúmri viku áður eins og raunar má óbeint lesa
sér til út frá samhenginu. Höfundur víkur á bls. 25 að stríði Pól-
verja og Rússa árið 1920 og talar í því sambandi um „innrásarlið
Sovétmanna“, sem Pólverjar hafi rekið öfuga inn í Rússland aftur.
Það skal játað, að oft getur verið erfitt að kveða upp úr um, hver
sé árásaraðili og hver ekki. 1 þessu tilviki liggur þó ljóst fyrir, að
Pólverjar réðust á Sovétríkin með tilstyrk Frakka í því skyni að
leggja undir sig lönd, sem byggð voru Úkraínumönnum og Hvít-
Rússum, en þar sem Pólverjar voru aðeins lítill minnihluti. Rauði
herinn var innrásarlið í Pólland einungis í þeim skilningi, að hann
sótti á eftir pólska hernum inn á pólskt yfirráðasvæði eftir að
bann hafði rekið innrásarlið Pólverja af höndum sér. Á bls. 26 er
talað um „belorússneska smábændur“, þegar eðlilegast væri að tala
um hvítrússneska smábændur samkvæmt málvenju. Höfundur gerir
a bls. 78 grein fyrir þeirri aðstoð, sem Svíar veittu Finnum í vetrar-
stríðinu. Þar koma fram ýmsar tölur, og þar á meðai ein, sem ég fæ
rneð engu móti komið heim og saman við hinar, sú, að Svíar hafi
látið Finnum í té livorki meira né minna en 104 þúsund loftvarnar-
byssur! Hér hlýtur eitthvað að vera málum blandið. 1 frásögn
smni af brot.tflutningi herja bandamanna frá Dunkerque getur
böfundur þess, að meðal þeirra, sem bjargað hafi verið þaðan hafi
verið allmargir Frakkar. Hann verður hins vegar tvísaga um, hve
ttargir þeir hafi verið. Á bls. 157 er nefnd talan 123 þúsund, en í
texta með mynd á bls. 165 eru þeir taldir hafa verið 114 þúsund.
Ráðum bókunum fylgir skrá yfir nöfn og atriði, sem eykur notagildi
þeirra, og bókalisti, sem er góður fengur öllum þeim er læsir eru
a enska tungu og vilja kynna sér efni þessara bóka frekar.
Það skulu svo verða mín lokaorð, þrátt fyrir þá ágalla, sem
eÉT tel vera á bókunum, að betur sé af stað farið en heima setið
með útgáfu bókaflokksins, en vonandi verður þess gætt framvegis,
að láta ekki ýmislega hroðvirkni rýra gildi bókanna eins og var
Um °f áberandi í upphafsbindinu.
Sigurður Ragnarsson.