Saga - 1980, Page 383
RITFREGNIR
369
förumanna og hjúa. Það er allt annað mál þótt ekkjur séu út-
þrykkilegar skráðar sem slíkar (bls. 10), því að ekkjustandið veitti
þeim virðingu umfram piparmeyjar.
2) Þótt réttarstaða þurfamanna hafi að vísu verið óljós fram á
19. öld og framkvæmd margvísleg í þeim efnum, munu það nú vera
ýkjur (bls. 18) að sveitarstyrkur þeginn á ómagaaldri hafi að
jafnaði verið talinn hjúskapartálmi.
3) Gísli reiknar frjósemi, annars vegar í hjónabandi, hins vegar
utan hjónabands, aðeins fyrir konur og miðar þá við aldursflokkana
15—50 ára í einu lagi. Nú var frjósemi kvenna auðvitað mjög mis-
tnunandi eftir því hvar þær voru staddar á þessu 35 ára langa ævi-
skeiði. Ennfremur var aldursskipting Islendinga á 19. öld mjög
ffiiklum breytingum háð, en að óreyndu er trúlegt að þær breytingar
hafi komið fram með ólíku móti á aldurssamsetningu giftra kvenna
°S ógiftra. Nákvæmast væri því að reikna frjósemina innan og utan
hjónabands fyrir fleiri og smærri aldursbil, þá hyrfi kannski sitthvað
af hinum smærri breytingum sem fram koma í reikningum Gísla,
Jafnvel líka að breytingar kæmu fram sem honum sést yfir. Auð-
vitað er Gísli ekki skyldugur til að gera þessa reikninga, en var-
nagla líkan þessum hefði hann þó mátt slá.
Texti Gísla er greinargóður fremur en læsilegur, skrifaður í all-
faiklum sérfræðitóni sem mönnum kann að reynast þótt áhugamenn
seu um sögu og jafnvel skólalærðir á þá grein, nokkuð óaðgengilegur
a erlendu máli. Óskandi væri að hann gæti komið þessu ágæta efni
emhvers staðar á framfæri á liðlegri íslensku.
Helgi Skúli Kjariansson.
KVINNOVETENSKAPLIG TIDSKRIFT. Forum för
kvinnliga forskare och kvinnoforskning.
Vísindalegt tímarit um konur og málefni þeirra er íslenskum les-
er>dum nýlunda. Þegar þar við bætist, að höfundar sem í ritið skrifa
eru konur, að einum undanskildum, þá eykur það eftirvæntinguna
Urn hvernig til takist. Tímarit þetta hóf göngu sína í Svíþjóð á þessu
ári 0g er heimilisfang þess Ö. Vallgatan 25, 223 61, Lund, Sverige.
Eftir fyrsta hefti fyrsta árgangs að dæma, þá er ætlun útgef-
enda að hér verði um gagnrýnið rit að ræða, en þó er ekki haldið
,ast við þá aðferð að rita fræðilegan texta þurrlega. Þema fyrsta
ellisins er: Kvennarannsóknir.
Eitnefnd skipa þær Margareta Bertilsson, Karen Davies, Anita
24