Saga - 1980, Page 387
HÖFUNDAR EFNIS
373
Gísli Ágúst Gunnlaugsson, sjá Sögu 1978, bls. 272.
■Gunnar F. Guðmundsson, f. 1952. B.A.-próf við Háskóla íslands
1976 og cand. mag-próf í sögu frá sama skóla 1979. Vinnur nú á
vegum Fræðafélagsins við útgáfu fylgiskjala Jarðabókar Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns.
Gunnar Karlsson, sjá Sögu 1979, bls. 287.
Helgi Skúli Kjartansson, sjá Sögu 1976, bls. 232.
Ingi Sigurðsson, sjá Sögu 1976, bls. 232.
Jón E. Böðvarsson, f. 1949. B.A.-próf við Háskóla Islands (þýska
og saga). Nám í þýsku og sögu við háskólann í Kiel 1973—75.
Cand. mag.-próf í sögu frá H.l. 1976. Borgarskjalavörður frá 1976.
Jón Thor Haraldsson, f. 1933. Cand. mag. frá Osló 1969 (saga,
enska og mannfræði), 3 stig í landafræði til B. A.-prófs við Há-
skóla Islands. Blaðamaður við Þjóðviljann, sjónvarpsþýðandi, sögu-
kennari í Flensborg frá 1972. Rit: Mannkynssaga 1592—1648 (Mál
og menning 1980).
Jón Þ. Þór, sjá Sögu 1976, bls. 232.
Pétur Pétursson, f. 1950. B.A.-próf í almennum þjóðfélagsfræðum
við Háskóla Islands 1974. Stundakennari í félagsfræði og sálarfræði
við Menntaskólann við Tjörnina og Hjúkrunarskóla íslands 1974—
75, hefur síðan stundað framhaldsnám í félagsfræði við há-
skólann í Lundi í Svíþjóð og lokið þar M.A.-námi. Vinnur nú að
i'annsóknum og kennslu við félagsfræðideild Lundarháskóla. Rit-
gerðir útgefnar á ensku og sænsku af Forskningspolitiska Institutet
í Lundi og Religionssociologiska Institutet í Stokkhólmi.
Sigurður Ragnarsson, sjá Sögu 1976, bls. 232.
Gigurgeir Þorgrímsson, f. 1943. Hefur stundað ættfræði og sagn-
fræðirannsóknir á Landsbókasafni frá tíu ára aldri og á Þjóðskjala-
safni frá ellefu ára aldri, vann annars verkamannavinnu á yngri
árum, en var á síðari árum aðstoðarmaður á Rannsóknarstofnun
iandbúnaðarins og starfsmaður Erfðafræðinefndar á Hagstofu Is-
iands og Þjóðskjalasafni. Nemur nú sagnfræði við Háskóla íslands.