Saga - 1980, Page 389
Aðalfundur Sögufélags
1980
Aðalfundur Sögufélags var haldinn að Hótel Borg laugar-
daginn 19. apríl 1980. Til fundar komu um 50 félagsmenn.
Forseti félagsins, Einar Laxness, setti fund og gat þess í upphafi,
að í tímaritinu Sögu s.l. haust hefði verið minnzt nýlátinna meðlima
félagsins, en frá því ritið kom út væri félagsstjórn kunnugt um
lát eftirtalinna félaga: Arnórs Sigurjónssonar, rithöfundar, Baldurs
Þ. Gíslasonar, verzlunarmanns, Hákonar Guðmundssonar, fv. yfir-
borgardómara, Helga Ingvarssonar, fv. yfirlæknis, dr. Jóns Gísla-
sonar, fv. skólastjóra og Jörundar Brynjólfssonar, fv. alþingismanns.
Heiðruðu fundarmenn minningu þessara látnu félagsmanna með því
að rísa úr sætum.
Forseti tilnefndi síðan Ólaf Egilsson fundarstjóra og Gísla Ágúst
Gunnlaugsson fundarritara. Þar sem skýrsla um síðasta aðalfund lá
fyrir í Sögu, þótti ekki ástæða til að lesa hana upp.
Skýrsla stjórnar. Forseti Sögufélags flutti yfirlitsræðu um störf
félagsins frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var 7. apríl 1979. Á
stjórnarfundi 4. maí skipti stjórnin með sér verkum skv. félagslögum:
Forseti var kjörinn Einar Laxness, ritari Helgi Þorláksson og
gjaldkeri Pétur Sæmundsen; aðrir í aðalstjórn voru Gunnar Karls-
son og Sigriður Erlendsdóttir; varastjórn skipuðu Heimir Þorleifs-
son og Sigurður Ragnarsson og voru þeir ávallt boðaðir á stjórnar-
fundi. Á tímabilinu hafa verið haldnir 6 stjórnarfundir, þar sem
fjallað hefur verið um hin ýmsu útgáfuverkefni. Afgreiðsla félags-
ins hefur sem áður verið til húsa í Fischersundi undir daglegri stjórn
Ragnheiðar Þorláksdóttur. — Á aðalfundi 1979 var gefið fyrirheit
nm útgáfu 5 rita á því ári og var við þá áætlun staðið. Þetta voru
eftirtalin rit:
Söguslóðir, afmælisrit helgað Ólafi Hanssyni, prófessor, sjötugum
18. september 1979; kom ritið út sama dag og var sérbundið eintak
þá afhent prófessor Ólafi. Ritið er 424 bls. með ritgerðum eftir 25
höfunda, ritaskrá Ólafs Hanssonar og heillaóskalista með rúmlega
eitt þúsund nöfnum. Var ritið gefið út í samvinnu við 3 aðila, Sagn-