Saga - 1980, Side 390
376
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
fræðingafélagið, Sagnfræðistofnun Háskóla Islands og Sögusjóð
Menntaskólans í Reykjavík, en fulltrúar þessara aðila í ritnefnd
voru Bergsteinn Jónsson, Einar Laxness og Heimir Þorleifsson.
Árnessýsla. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafé-
lags frá árunum 1839—43. Svavar Sigmundsson, lektor, bjó ritið
til prentunar, en til útgáfunnar naut Sögufélag styrks frá sýslu-
nefnd Árnessýslu og Árnesingafélaginu í Reykjavík. Áskrifenda-
söfnun fór fram austanfjalls og bafði Páll Lýðsson, bóndi í Litlu-
Sandvík, veg og vanda af henni.
Tímaritiö Saga 1979, 17. bindi í röðinni frá því ritið hóf göngu
sína árið 1950. Ritstjórar þessa heftis voru Björn Teitsson og Jón
Guðnason. Saga er 325 bls. að stærð með 7 sagnfræðilegum ritgerð-
um, auk fjölmargra ritdóma og ritaukaskrá um sagnfræði og ævi-
sögur 1978. 1 þessu hefti var birt skýrsla um aðalfund Sögufélags
1979 og félagsmannatal, en langt er síðan slík skrá hefur birzt og
lengi verið á döfinni að koma henni út.
Jón Sigurðsson forseti 1811—1879, yfirlit um ævi og starf í máli
og mynditm eftir Einar Laxness kom út á aldarártíð Jóns forseta 7.
desember. Rit þetta er einkum hugsað sem alþýðlegt yfirlitsrit
fyrir þá, sem vilja fræðast í hæfilega löngu máli um Jón Sigurðsson
og er ætlað að fylla upp í skarð, sem telja mátti opið á þessu sviði
ísl. sögu. Stjórnmálaferill og stefna Jóns Sigurðssonar er einkum
haft í fyrirrúmi, auk þess sem fjallað er um fræðistörf hans og ýmsa
persónulega þætti. Helzta nýjungin og annar aðalkjarni bókarinnar
er hins vegar fjölbreytt myndaefni, sem bregður ljósi á líf og starf
Jóns forseta.
Snorri. Átta alda minning, gefið út í tilefni þess, að 1979 voru
talin 800 ár frá fæðingu Snorra Sturlusonar. 1 ritinu eru ritgerðir
um sagnaritarann og stjórnmálamanninn Snorra Sturluson eftir 6
höfunda: Halldór Laxness, Gunnar Karlsson, Helga Þorláksson,
Óskar Halldórsson, Ólaf Halldórsson og Bjarna Guðnason. Fjöldi
mynda prýðir bókina, og hefur verið leitazt við að safna saman sem
flestum myndum af Snorra eins og ýmsir listamenn hafa hugsað sér
hann. Þessa útgáfu önnuðust Gunnar Karlsson og Helgi Þorláksson,
en Helgi átti 2 ritgerðir í bókinni og hafði veg og vanda af öflun
myndaefnis.
Forseti Sögufélags átti viðtal í útvarpi almennt um félagið, svo
og annað um rit sitt um Jón Sigurðsson, en Helgi Þorláksson fjall"
aði á sama vettvangi um Snorra. Við opnun minningarsýningar um
Jón Sigurðsson í Þjóðminjasafni 7. desember afhenti forseti félagsins
Þór Magnússyni, þjóðminjaverði, eintak af bók sinni um Jón, og
þegar ritið um Snorra kom út var eintak afhent forseta íslands, dr.