Saga - 1980, Blaðsíða 391
AÐALFUNDUK SÖGUFÉLAGS
377
Kristjáni Eldjám, sem heiðursformanni Snorranefndar. Hinn 12.
desember var haldinn fjölmennur blaðamannafundur á Hótel Borg,
þar sem allar útgáfubækur Sögufélags voru kynntar, og voru
þangað allir tilkvaddir, sem stóðu að útgáfu þeirra, svo og ýmsir
fleiri góðir gestir og velunnarar félagsins. Voru þar veitingar
frambornar, og er óhætt að segja, að þessi kynning á Sögufélagi
hafi tekizt hið bezta.
Forseti vék síðan að væntanlegum útgáfubókum Sögufélags:
Tímaritið Saga 1980 í ritstjórn Björns Teitssonar og Jóns Guðna-
sonar.
Alþingisbækur íslands XV. bindi, sem tekur yfir árin eftir 1765.
Hefur Gunnar Sveinsson, skjalavörður, umsjón ritsins með höndum
sem fyrr.
Framfærslumál Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps 1786—1901
eftir Gísla Ágúst Gunnla.ugsson, cand. mag; sótt hefur verið um
styrk til þessarar útgáfu til Reykjavíkurborgar, þannig að þetta rit
gæti orðið hluti af ritröðinni Safn til sögu Reykjavíkur. Hvernig
þeirri beiðni verður tekið, ræður sennilega úrslitum um það, livort
verkið kemst út á þessu ári.
Afmælisrit. til heiðurs Önnu Sigurðardóttur sjötugri. Hefur nefnd
kvenna unnið að undirbúning: þessa rits og óskað eftir því, að Sögu-
félagið taki að sér útgáfuna. Gert er ráð fyrir, að margar konur
leggi fram áhugavert efni í ritið.
íslenzk miðaldasaga eftir dr. Björn Þorsteinsson mun væntanlega
koma út að nýju í endurskoðaðri útgáfu, en þetta rit er á þrotum,
þar sem það hefur komið að góðum notum sem kennsluefni í mennta-
°g fjölbrautaskólum undanfarin ár.
Af hinum margvíslegu verkefnum, sem stjórn Sögufélags hefur
fjallað um og enn eru á undirbúnings- og umræðustigi nefndi forseti
eftirfarandi: Tímaritið Saga, Alþingisbækur íslands, þar sem gera
^iá ráð fyrir 2 bindum, auk þess, sem nú er í vinnslu, til að þvi
verki verði lokið, Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar 1802—73,
en þar eru óútgefin 2 bindi, sem munu tilbúin í handriti, Islenzkir
•'ettstuðlar 4. bindi eftir Einar Bjarnason, sem mun til í handriti;
kafinn er undirbúningur að því að ljúka útgáfu á skjölum lands-
nefndar 1770—71, 3.-4. bindi, en hin fyrri komu út hjá Sögufélagi
1958 og 1961. Það er ætlun stjórnar að vinna að því, að á þessu ári
verði búið til prentunar efni í 3. bindi en við lauslega athugun gætu
Uimazt þar skýrslur ýmissa sýslumanna, álitsgerðir lögmanna, land-
lasknis, lyfsala og landfógeta. Skjöl er snerta Innréttingarnar mundu
bins vegar birtast í Safni til sögu Reykjavíkur í samvinnu við
■keyk.javíkurborg. í 4. bindi landsnefndarskjala yrðu væntanlega