Saga - 1980, Síða 392
378
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
greinargerð fyrir útgáfunni, skýringar, nafna- og atriðaskrá fyrir
allt verkið. í því skyni að koma 3. bindi út á næsta ári hefur Sögu-
félag sent umsókn um styrk til Vísindasjóðs til að vinna að þessu
verkefni í ár. "Rætt hefur verið um áframhaldandi útgáfu á sýslu-
og sóknalýsingum, t.d. Borgarfjarðar- og Dalasýslna o.fl.
Þá kom fram í skýrslu forseta, að á s.l. ári hafi það orðið að ráði,
að Sögufélag tæki að sér umboðssölu fyrir Hið íslenzka fræðafélag
í Kaupmannahöfn. Áttu fulltrúar úr félagsstjórn viðræður við
stjórnarmeðlimi Fræðafélagsins, þegar þeir voru staddir hér á
landi á s.l. sumri, forseta þess, dr. Jón Helgason, og stjórnarmenn-
ina, Pétur Jónasson, prófessor og Svavar Sigmundsson, lektor. Voru
bækur Fræðafélagsins, sem áður höfðu verið á vegum Isafoldar-
prentsmiðju, fluttar til Sögufélags og fást þar m.a. ritröðin „Islenzk
rit síðari alda“, en í þeirri ritröð kom út á s.l. ári bókin „Gamall
kveðskapur“ í útgáfu Jóns Helgasonar; auk þess kom út hjá félaginu
um svipað leyti mikið vísindarit um Mývatn í umsjón Péturs Jónas-
sonar. Ætti samvinna þessara tveggja gömlu og grónu félaga að geta
orðið þeim báðum til framdráttar. — Þá eru fyrirliggjandi í af-
greiðslu Sögufélags ýmis rit gefin út af Sagnfræðistofnun Háskóla
Islands og ýmsum átthagafélögum, en talsvert hefur skort á, að
áhugamenn um íslenzk fræði hefðu að þeim greiðan aðgang, svo að
með þessum hætti er bætt úr brýnni þörf, um leið og það eykur f jölda
þeirra, sem koma til með að eiga beint erindi við Sögufélag.
Einar Laxness, forseti Sögufélags, lauk skýrslu sinni með þessum
orðum:
„Eins og áður er getið hefur afgreiðsla Sögufélags verið í Fiseher-
sundi, þar sem Kagnheiður Þorláksdóttir hefur haft á liendi hina
daglegu nmsjón og sýnt í því starfi áhuga og framtak, sem hefur
orðið félaginu mikil lyftistöng. Þessi starfsemi hefur raunar gert
það ljóst, að fyrirkomulag það, sem áður fyrr tíðkaðist, var algei'-
lega búið að ganga sér til húðar og einvörðungu afgreiðsla með fast-
ákveðinn, daglegan opnunartíma er þess megnug að halda útgáfu-
starfinu gangandi, svo að við megi una. Þessi starfsemi hefur líka
leitt til þess, að tala félagsmanna hefur stóraukizt á undanförnum
árum. Skv. því félagatali, sem prentað var í síðasta hefti Sögu, voru
félagar þá orðnir um 1200; þar með er farið fram úr þeirri félaga-
tölu, sem hæst mun hafa komizt, en það var árið 1947, — þá töldust
þeir 1185. Hitt er annað mál, að þessi tala þyrfti enn að hækka að
mun, ef grundvöllur félagsins á að vera viðunandi, þ.e. með þeim
hætti, að unnt sé að tryggja örugga útgáfu nokkurra rita árlega.
Þá er vert að vekja athygli á þeirri staðreynd, að þó að á annað
þúsund manns kaupi ársritið Sögu og gegni þannig lofsverðri frum-