Saga - 1980, Síða 393
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
379
skyldu sinni til að teljast félagar Sögufélags og skapa þar með kjöl-
festu útgáfustarfsins, þá virðist sem aðeins brot af þeim kaupi
aðrar útgáfubækur, a.m.k. fyrstu árin. Þó að engan veginn sé til þess
ætlazt, að félagsmenn sem heild kaupi hverja útgáfubók, væri ekki
óeðlilegt að búast við því, að svo sem helmingur þeirra eða a.m.k. —
svo að vægt sé farið í sakirnar, — allt að þriðjungur keyptu þær
bækur, sem félagið gefur út. Ef við mættum vænta þess, að þróunin
yrði slík, myndi það gerbreyta útgáfumöguleikunum á stuttum tíma
og tryggja þannig öruggan starfsgrundvöll félagsins. Ég vil þess
vegna hvetja alla félagsmenn til að duga vel í þessum efnum, og þá
ekki sízt með ötulu útbreiðslustarfi.
Ég vil að lokum þakka meðstjórnarmönnum mínum í stjórn Sögu-
félags og afgreiðslustjóra félagsins fyrir gott samstarf undanfarið
starfsár. Öll höfum við reynt að vinna að framgangi Sögufélags
eftir því sem okkur hefur verið unnt, en okkur er ljóst, að þar má
lengi um bæta í því skyni að efla félagið, svo að það geti með reisn
gegnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu íslenzkrar menningar. En til
þess að við, sem valin höfum verið til forsvars fyrir félagið, getum
unnið með slíkt að leiðarljósi verðum við að njóta öflugs stuðnings
og hvatningar frá vaxandi fjölda félagsmanna. Við höfum sannarlega
orðið vör við þann bakhjarl undanfarið ái’, — þölckum hann og met-
um, — og treystum ykkur til að styðja ekki síður við bakið á okkur
á komandi starfstímabili.
Reikningar. Að lokinni ræðu forseta tók Helgi Þorláksson, ritari
félagsins, til máls og gerði í veikindaforföllum gjaldkera, Péturs
Sæmundsen, grein fyrir endurskoðuðum reikningum félagsins fyrir
arið 1979; voru þeir samþykktir samhljóða.
Síðan kvöddu 3 félagsmenn sér hljóðs, Sigurgeir Þorgrímsson,
Helgi Skúli Kjartansson og Kolbeinn Þorleifsson, og færðu frarn
ubendingar í sambandi við útgáfustarfið.
Kosningar. Skv. félagslögum skyldu 3 aðalstjórnarmenn ganga úr
stjóm og voru það Gunnar Karlsson, Helgi Þorláksson og Sigríður
Erlendsdóttir. Voru þau endurkjörin til tveggja ára; aðrir aðal-
uienn, sem sitja í stjórn til aðalfundar 1981 eru Einar Laxness og
Pétur Sæmundsen. í varastjórn til eins árs voru endurkjörnir
Heimir Þorleifsson og Sigurður Ragnarsson. Endurskoðendur reikn-
*nf?a til eins árs voru endurkjörnir Jón Hnefill Aðalsteinsson og Ól-
afur Ragnarsson, og til vara Sveinbjörn Rafnsson, en hann var kjör-
*nn í stað Helga Skúla Kjartanssonar, sem baðst undan kosningu.
Kyrirlestur. Að loknum aðalfundarstörfum flutti Helgi Skúli Kjar-
ansson erindi, sem hann kallaði „Húsbændur og hjú í fólksfjöldasögu
Islands.“