Saga - 1992, Blaðsíða 191
HJÚSKAPUR OG HUGARFAR
189
aristókratísku brúðkaupum hafa tekið að hnigna bæði sökum versn-
andi efnahags og síðan vegna siðsemis- og hagsýnisbaráttu píetista
og annarra upplýstra manna. Tilraunir manna eins og Eggerts Ólafs-
sonar til að blása í þau nýju lífi komu fyrir ekki.68
Fátt er beinna vitnisburða um það að hvaða marki og þá hvernig
alþýðufólk hélt til brúðkaups á 17. öld og fram eftir þeirri átjándu.
Sjálfsagt hafa brúðkaupsveislur verið algengar en vitaskuld miklu
minni í sniðum og fábrotnari en hjá heldra fólki. Að sögn Stefáns
Thorarensens amtmanns stóðu veislur bændafólks ekki lengur en
einn dag; matur sé yfirleitt ekki á boðstólum við þetta tækifæri,
norðanlands sé þannig að jafnaði ekki veitt annað en brennivín og
skonrok.69 Á 19. öld kölluðust slíkar veislur í Eyjafirði og Suður-Ping-
eyjarýslu (þar sem bætt var við laufabrauði og pönnukökum) brauð-
veislur en þær munu hafa lagst þar af upp úr miðri öldinni.70
Það var ekki einasta efnaskortur sem takmarkaði mjög veislukost-
inn hjá alþýðufólki; hitt mun líka hafa haft sitt að segja að brúðkaupið
var fram eftir 18. öld ekki sá miðdepill hjúskaparstofnunarinnar sem
síðar varð (sbr. að framan bls. 175-76). Nokkuð traustar vísbendingar
eru um að trúlofun hafi gefið tilefni til nokkurs tilhalds, festaröls eða
kaupöls, meðan hún hélt enn sínu gamla festarígildi.71 Magnús Ketils-
son sýslumaður áleit þannig um 1770 að trúlofanir, „som endnu ere
overallt i Brug. . íþyngdu hjónaefnum að óþörfu þar sem þau „al-
hd derpaa maae giore nogen Bekostning. . ,".72 Á 19. öld gengu líka
sagnir um „trúlofunargildi eða festarölsdrykkjur" frá fyrri tíð.73 Til
hins sama bendir bann sem lagt var árið 1783 við veisluhaldi í tilefni
trúlofunar.74 Pótt þessi lög hafi verið sett með hliðsjón af dönskum og
norskum aðstæðum, var banninu við trúlofunarveislum haldið á loft
68 Sjá Sæmund Eyjólfsson, „Um minni í brúðkaupsveizlum", 100-101,142-143; „Til-
skipan um eitt og annað í hjónabandssökum", Alþingisbækur íslands 13, bls. 559, 6.
gr.; Lýð Björnsson, „Hvað er það sem óhófinu ofbýður", 93-97. Sjá aftanmálsgr.
19.
69 Lýður Björnsson, „Hvað er það sem óhófinu ofbýður", 95-97.
Hallgrímur Hallgrímsson, „Sveitalíf á íslandi", 200-201; Jónas Jónasson, Islenzkir
þjóðhættir, 294-295.
71 Saemundur Eyjólfsson, „Um minni í brúðkaupsveizlum", 107; Árni Björnsson,
Merkisdagar á tnannsævinni, 83-84.
Islandske Maaneds-tidender 3, bls. 49-50.
73 Finnur Jónsson, Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld, 331.
74 „Forordning ang. Trolovelser", 1. gr. Lovsamling 4, bls. 680.