Saga - 1992, Blaðsíða 256
254
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
í Reykjavík:
1. Siguröur Jóhannsson, þjóðlagasöngvari, Rvík.
2. Eiríkur Brynjólfsson, kennari, Rvík.
3. Ásta R. Jóhannesdóttir, plötusnúður, Rvík.
4. Guðrún Þorbjarnardóttir, stud. phil., Rvík.
5. Gísli Pálsson, kennari, Rvík.
í Reykjaneskjördæmi:
1. Óttar Felix Hauksson, hljómlistarmaður, Rvík.
2. Jörgen Ingi Hansen, aðalframkvæmdastjóri, Rvík.
3. Unnar Sigurleifsson, verkamaður, Rvík.
4. Páll Biering, nemi, Rvík.
5. Álfheiður Ingadóttir, aðstoðarstúlka, Rvík.
í Suðurlandskjördæmi:
1. Rúnar Ármann Arthúrsson, háskólanemi, Rvík.
2. Einar Örn Guðjohnsen, húsbóndi, Vestmannaeyjum.
3. Guðmundur Benediktsson, háskólanemi, Rvík.
4. Gunnlaugur Ástgeirsson, skrímslafræðingur, Rvík.
5. Björn Marteinsson, háskólanemi, Selfossi.
Fyrstu fréttir og blaðaskrif
Fyrstu fregnir fjölmiðla af Framboðsflokknum birtust í dagblöðunum
hinn 11. maí. Þá birti Morgunblaðið frétt undir fyrirsögninni „Nýtt
framboð":
Framboðsflokkurinn. Nokkrir ungir menn í Reykjavík hafa í undirbúningi
að bjóða fram lista við Alþingiskosningarnar nú í sumar. Þeir hafa stofnað
flokk, er nefnist Framboðsflokkurinn. Aðstandendur flokksins munu flestir
vera háskólastúdentar. Morgunblaðið hafði í gær samband við Hallgrím
Guðmundsson, framkvæmdastjóra flokksins. Hallgrímur sagði, að efstu
sæti listans myndu skipa þessir menn: . . . (nöfn átta efstu manna listans í
Reykjavík).
í gær var framboðslistinn ekki endanlega ákveðinn og undirskriftasöfnun
meðmælenda var ekki lokið. Aðspurður sagði Hallgrímur, að tilgangur fram-
boðsins væri m.a. að gagnrýna „peningalýðræðið".