Saga - 1992, Blaðsíða 217
MISKLÍÐ MILLI VINA
215
því sem á stóð og um var að gjöra, að eg vildi gjarnan geta
eignað mér enda meiri þátt í þeim en eg í raun og veru átti, og
sama veit eg að muni vera hugarfar þeirra heiðursmanna, sem
hafa verið á sama máli. Mér þykir því engin nauðsyn að fara
nú að tína upp smásmugulega allar þær greinir, sem standa í
þessum blöðum og þyrfti leiðréttingar eða ávítunar við. Pjóð-
ólfur er of vatnsblandaður og vindfullur og Norðanfari of saur-
ugur til þess að maður geti lagt sig niður við slík verk, ef mað-
ur er ekki orðinn svo óhreinn undir, að manni megi standa á
sama þó maður ati sig út. Það sem svara er vert hefir fengið öll
þau svör, sem við þarf, í því sem skýrt er frá í þessum þætti.35
„Sama er að segja um meðferð hans á vinum sínum"
Jón Guðmundsson gat þess fyrr í bréfi, að nafni sinn hefði rasað út á
móti sér í Norðanfara. En hvaða grein eða greinar hann á við er ekki
auðráðið. Við lestur allra þeirra greina, þar sem í því blaði er vikið
töluvert að Jóni ritstjóra og stefnu hans kemur ein fyrst og fremst til
álita sökum efnis og ritháttar. En þá vaknar sú spurning, hvort Jón
forseti geti hafa átt nokkra grein í því blaði, þar sem hann hafði sagt,
að Norðanfari væri of saurugur til þess að menn gætu lagt sig niður við
að skrifa í hann. Og þegar greinin: „Þjóðólfur og fjárhagsmálið", sem
birtist í Norðanfara 23. október 1866, undirrituð Norðlendingur, er
könnuð, koma í ljós staðhæfingar, sem gætu nánast afsannað, að Jón
forseti væri höfundurinn, meðal annars þessi:
Vér þykjumst nú vita með vissu, að Jón Sigurðsson muni rita
um mál þetta svo fljótt sem hann getur komið því við, og vér
treystum því að hann muni svara bæði greinilega og vel í alla
staði.
Greinin er einhver sú rökríkasta og ítarlegasta, sem um fjárhagsmálið
var skrifuð og deiluna við Jón ritstjóra og kom í blöðum. Hér verður
aðeins birt upphaf greinarinnar, en þar ber að sama brunni og áður
kom fram:
Þjóðólfi hefur þótt nauðsyn að skýra fyrir lesendum sínum
hversvegna þingmaður Vestur-Skaftfellinga, Jón Guðmunds-
35 Ný félagsrit XXV, bls. 149-50.