Saga - 1992, Blaðsíða 387
HÖFUNDAR EFNIS
385
menntaskólakennara 1970-76 og BHM 1971-74. í stjórn Sögufélags frá 1979,
forseti þess frá 1988. Rit: Matmkynssaga BSE fram til 800 (ásamt Ólafi Hans-
syni, 1970 og síðar), Frá einveldi til lýðveldis. íslandssaga eftir 1830 (1973, 3. útg.
aukin 1977), Saga íslenskrar togaraútgerðar fram til 1917 (1974), Saga Reykjavík-
urskóla I (meðhöfundur, 1975), Saga Reykjavíkurskóla II-IV (1978-84), Sögu-
þræðir símans (1986) og Seltirningabók (1991).
Helgi lngólfsson, í. 1957. Stúdent frá MS 1977. Nám í sagnfræði og bókmennt-
um til BA-prófs við HÍ (lokið að ritgerð frátalinni). Próf í uppeldis- og
kennslufræði 1987. Kennari við MR frá 1983. Rit: Meðhöfundur að íslands-
sögukaflanum í íslensku alfræðiorðabókinni.
Helgi Skúli Kjartansson, f. 1949. Stúdent frá MR 1968. BA-próf í íslensku og
sagnfræði frá HÍ 1971. Próf í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1974.
Cand.mag. próf frá HÍ 1976 með sögu sem aðalgrein. Við ýmis rit- og
kennslustörf til 1984. Lektor við KHÍ frá 1985, nú dósent. Rit: Pættir úr sögu
nýaldar (1974 og oftar), Myndmál Passíusálmanna (1973) og Hallgrímur Péturs-
son (1974). Greinar og ritgerðir í safnritum og tímaritum, einkum um fólks-
fjöldasögu, Vesturheimsferðir og sögu samvinnuhreyfingarinnar. Ritstjórn:
íslenskur söguatlas og Saga mannkyns. Ritröð AB (ritstjóri íslensku útgáfunnar).
Helgi Porláksson, f. 1945. Stúdent frá MR 1965. BA-próf í íslensku og sagn-
fræði frá Hl 1968. Cand.mag. próf frá Hl 1972, aðalgrein saga. Kennari við
MR 1972-75. Stundaði nám og rannsóknir við Sagnfræðistofnun Háskólans í
Björgvin 1975-78 (ekki samfellt). Stundakennari í sögu við Hl frá 1979, lektor
frá 1990. Styrkþegi við stofnun Árna Magnússonar á íslandi 1984-90. Rit-
stjóri Sögu 1984-86 (með öðrum). Rit: Gamlar götur og goðavald. Um fornar
leiðir og völd Oddaverja í Rangárþingi (1989). Útgefandi: Reykjavík í 1100 ár
(1974), Jón Steffensen: Menning og meinsemdir (1975), Reykjavík, miðstöð þjóðlífs
(2. útg. 1978), Daniel Vetter: ísland. Ferðasaga frá 17. öld (1983) og Arngrímur
Jónsson: Crymogxa (1985). Hefur lagt ritið Vaðmál í utanlandsviðskiptum og
búskap Islendinga á 13. og 14. öld fram til doktorsprófs við heimspekideild HÍ.
Hreinn Ragnarsson, f. 1940. Sjá að öðru leyti Sögu 1987, bls. 279.
]ón P. Pór, f. 1944. Vinnur að ritun sögu Grindavíkur frá 1992. Rit: Saga ísa-
fjarðar og Eyrarhrepps hins forna. IV. bindi (1990), Landhelgi íslands 1901-1952
(Ritsafn Sagnfræðistofnunar 29, 1991). Sjá að öðru leyti Sögu 1989, bls. 265.
Loftur Guttormsson, f. 1938. Sjá að öðru leyti Sögu 1990, bls. 282-83.
Lúðvík Kristjánsson, f. 1911. Kennarapróf 1932. Sótti tíma í íslenskum fræðum
í Hí 1932-34. Kennari í Reykjavík 1933-44. Ritstjóri Ægis 1937-54. Starfs-
maður Þjóðminjasafns 1963-78. Félagi í Vísindafélagi íslendinga 1961. Heið-
ursdoktor frá heimspekideild HÍ 1981. Rit: Við fjörð og vík, endurminningar
Knud Zimsens (1948), Bíldudalsminning Ásthildar og P.J. Thorsteinsson (1951),
25-SAGA