Saga - 1992, Blaðsíða 359
RITFREGNIR
357
Þessi kafli vekur lesandann til umhugsunar um það hvernig breytt viðhorf
í samfélaginu til fötlunar og umbætur á menntun, atvinnumálum og annarri
þjónustu við fatlað fólk á undanförnum áratugum hefur orkað á aðstæður
hinna blindu, mótað örlög þeirra, vonir, drauma, sigra og ósigra. Höfundur
dregur upp mynd af ólíkum einstaklingum sem hver um sig á sér sérstæða
sögu. Þetta er mikilvægt því þannig riðlar höfundur strax við upphaf bókar
sinnar þeirri ríku tilhneigingu ófatlaðra að sjá blinda eða annað fatlað fólk
sem einsleita hópa, en ekki sem einstaklinga með ólíkar þarfir, áhugamál,
kosti og hæfileika. Stöðluð viðhorf af því tagi bjóða hættunni heim. Þau
nema brott sérkenni einstaklinganna og flytja samfélaginu þau skilaboð að
aðrar reglur gildi um fatlað fólk og samskipti við það en almennt gerist. Sum
tímabil vestrænnar sögu sýna vel hvernig slík viðhorf hafa alið af sér þá hug-
mynd að fatlaðir séu ekki fullkomlega mennskir. Þetta viðhorf getur ógnað
grundvallarmannréttindum fatlaðra og skýrir að hluta hvers vegna fatlað
fólk hefur tilhneigingu til að festast í ákveðnum hlutverkum, nánast eins og
fyrir tilviljun sögunnar, blindir í hlutverki betlara, hljómlistarmanna, körfu-
og burstagerðarmanna, heyrnarlausir í trésmíði, þroskaskertir í kertagerð og
vefnaði og krypplingar og dvergvaxið fólk í hlutverkum hirðfífla og trúða.3
Þess háttar staðalmyndir bjóða heim þeirri hættu að bæði hinir fötluðu og
ófatlaðir líti á fatlað fólk fyrst og fremst sem öðruvísi og annars flokks menn
og draga þá viðhorf, samskipti og aðbúnaður dám af því. Sögumenn Þór-
halls Guttormssonar ræða hispurslaust um reynslu sína af því að Iifa með
blindu og þann vanda sem klaufaleg og fordómafull viðbrögð sjáandi fólks
skapa. Einn sögumannanna lýsir þessu svo: „Sjáandi fólk sem ekki hefur
verið með blindum mönnum gengur yfirleitt með þá grillu í höfðinu, að það
sé mikil og vandlærð list að umgangast blinda menn. Og vegna þess að það
heldur að þetta sé svo vandasamt, verður það óeðlilegt og sjálfu sér ósam-
kvæmt i öllu hátterni sínu, til sárra Ieiðinda fyrir hina blindu og það sjálft"
(bls. 21). Síðar í frásögn sinni dregur þessi sögumaður fram það sem hann
telur kjarna málsins og mér virðist mega heimfæra upp á reynslu sérhvers
manns sem samfélagið stimplar sökum fötlunar, aldurs, litarháttar, trúar eða
af öðrum sambærilegum ástæðum. „Blindir menn eru, að sjálfs sín áliti, þrátt
fyrir allt, venjulegir menn. Að vera blindur er ekkert sérstakt. Það er aðeins
að vera venjulegur maður. Áþreifanlegustu óþægindin við það að vera blind-
ur eru að hinir sjáandi líta yfirleitt svo á, að blindir menn séu ekki venjulegir
menn ..." (bls. 23).
Viðtalið við móður tvíburastúlknanna opnar lesendum sýn á þann vanda
sem fjölskyldum fatlaðra barna er búinn þrátt fyrir framfarir í menntun og
annarri þjónustu við fötluð börn hér á landi á síðustu áratugum. Líf fjöl-
skyldu fatlaðra er um margt ólíkt því sem gerist um fjölskyldulíf almennt.
Viðmót og þjónusta í nánasta umhverfi fjölskyldunnar orka sterkt á Iíf allra
fjölskyldumeðlima og skipta sköpum fyrir líðan og framtíð þeirra. Fjölskyld-
ar>, og ekki síst móðir telpnanna, leggur á sig mikla vinnu í þeirri viðleitni að
3 Sjá dr. W. Wolfensberger: Models ofMental Retardation. New Society 15, 380:51-53.