Saga - 1992, Blaðsíða 218
216
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
son, hafi lent öndverður við þann flokkinn þingmanna, er
hann hefur áður jafnan fylgt á alþingi, eða með öðrum orðum
hversvegna Jón Guðmundsson varaforseti og forseti alþingis,
einn af forvígismönnum vors íslenska þjóðflokks, hafi nú
gengið úr þeim flokki í hinn danska andvígisflokk, móti landi
sínu og þjóð í hinu merkasta máli.
Pað er öll vorkunn þó Jón Guðmundsson gjöri sig þrefaldan
í roðinu eða meira, þegar hann ætlar að fá Þjóðólf til að for-
svara þetta og þvíumlíkt, en forsvarið, því miður, ber keim af
því, sem þeim er borið á brýn er kasta trú sinni og taka upp
aðra; en þeir verða sem beiskastir móti hinum fyrri skoðunum
sínum og sínum fyrri vinum. Þetta sannast í fyllsta máta á fjár-
hagsgreinum Þjóðólfs, því yrði sú skoðun ofaná, sem hann
framfylgir nú, þá væri allt það eyðilagt, sem blaðið og ritstjóri
þess, eða „frumritstjóri" hefur nú framfylgt um mörg ár, og
sama er að segja um meðferð hans á vinum sínum, því þó
hann eins og gjöri sér far um að hlaða sem mestu hóli uppá Jón
Sigurðsson, þá er tilgangurinn sýnilegur, og hann er sá að leit-
ast við að sannfæra alla íslendinga um, að hann eigi ekkert
traust þeirra lengur skilið."36
Er ekki heldur ótrúlegt, að nafn Jóns Sigurðssonar komi hvað eftir
annað með fyrrgreindum hætti fyrir í greininni, ef hún er eftir hann?
Eða er raunin sú, að hann geri það til þess að villa um fyrir lesendum
um höfundinn. En nú vill svo til, að handritið að greininni í Norðan-
fara er enn til í frumriti og fer ekki á milli mála, að Jón forseti hefur
skrifað það og vitaskuld samið. Undir því stendur að vísu ekki Norð-
lendingur heldur Ljósvetníngur. Telja má líklegt, að Jón hafi falið
Tryggva Gunnarssyni að taka afrit af greininni og koma henni þannig
frágenginni í Norðanfara. Frumritið er varðveitt í bréfasafni Tryggva.37
36 Norðanfari 23. október 1866.
37 Skjalasafn Tryggya Gunnarssonar, varðveitt í Skjalasafni Seðlabankans 13.215.1.