Saga - 1992, Blaðsíða 341
RITFREGNIR
339
höfðu Bandaríki Norður-Ameríku verið sjálfstæð í nær 140 ár, eða lengur en
flest ríki Evrópu um þær mundir. Önnur flokkun ríkja á kortinu er líka sér-
kennileg; t.d. veit ég ekki hvers vegna Grænland, Noregur, Svíþjóð og Bret-
land teljast hafa haft þingbundna „konungsstjórn með árangursríkum sjálf-
stæðishreyfingum", á meðan Serbía og Ítalía eru „þjóðríki í Evrópu — og
enn síður hvers vegna Grikkland lendir í flokki með fjölþjóða keisaraveld-
um.
Þó svo að myndefni skipi virðingarsess í íslenskum söguatlas myndar þó
skrifaði textinn þungamiðju verksins. Meginmál textans eru stuttar yfirlits-
greinar um hina ýmsu þætti úr sögu tímabilsins. Mestur hluti textans er
skrifaður af Árna Daníel Júlíussyni og Jóni Ólafi ísberg, en að auki hafa Helgi
Skúli Kjartansson, Eiríkur Hreinn Finnbogason og Haukur Jóhannesson lagt
hönd á plóginn við ritun nokkurra kafla sem fjalla um efni tengd sérsviðum
þeirra. Þar sem verkið er unnið i samvinnu svo margra höfunda og tekur til
fjölda ólíkra sviða er vart við að búast að atlasinn fylgi neinni einni heildar-
stefnu, hvorki hvað varðar stíl textans né fræðilegar útlistanir. Þó má full-
yrða að höfundar eru hvergi bangnir við að taka sjálfstæða afstöðu til efnisins
°g hika hvergi við að hafna „viðteknum staðreyndum" ef þeim sýnast þær
ófullnægjandi. Hér koma Danir ekki lengur fram í hlutverki kúgaranna, jafn-
vel er erfitt að sjá að íslendingar hafi verið kúgaðir - nema vera kynni af
íslenskum landeigendum. Lítið vilja þeir félagar gera úr mikilvægi aukning-
ar á sjálfsábúð á 19. öld (sbr. bls. 138), en hún hefur lengi verið heilög kýr i
'slenskri landbúnaðarsögu. Eins þótti mér gaman að sjá að höfundar hafna
henningunni um íslands óhamingju, þar sem þeir telja að fátækt hafi ekki
Verið neitt meiri hér á landi í venjulegu árferði á 18. öld en gerðist annars stað-
ar á Norðurlöndum á sama tíma (bls. 18). Ef þessi skoðun er rétt, þá er tæpast
Paagt að skýra meinta stöðnun íslensks samfélags og dáðleysi Islendinga á
fytri öldum út frá pólitískri stöðu þjóðarinnar. Þar með er ekki víst lengur
hvort nokkurt beint samhengi sé milli framfara og þjóðernisvakningar,
Þ-e a-s. hvort sjálfstæði frá Dönum var nokkur forsenda fyrir þeim þjóðfé-
'agsbreytingum sem orðið hafa hér á landi frá því um miðja 19. öld.
Að mínu mati er einn stærsti kostur bókarinnar einmitt viðleitni höfund-
anna til að forðast klisjukennda upptalningu staðreynda og reyna þess í stað
að greina viðfangsefnið eftir því sem nothæfar frumrannsóknir hrökkva til.
Shguatlasinn er því ekki aðeins lýsing á því sem var, eða upphafning á látn-
Uin forforeldrum, heldur tilraun til að skýra hvers vegna þjóðfélagsþróunm
varð á einn hátt en ekki annan. Sumt af því sem er sagt kann að orka tvímæl-
1S' af því að sögutúlkun atlasmanna er ekkert endanlegri en sögutúlkun er
yfirleitt, en að minnsta kosti vekur þessi aðferð upp spurningar og hvetur
esandann til að taka gagnrýna afstöðu til efnisins.
Það sem á undan er sagt á aðallega við um félags- og hagsögu bókarinnar,
er>da virðist áhugi ritstjóranna aðallega liggja á þeim sviðum. í þeirri umfjöll-
nn sýnist mér mega greina tvær meginkenningar, sem ganga líkt og rauðir
Pr*ðir í gegnum bókina alla. í fyrsta lagi eru þjóðfélagsbreytingar 19. aldar
raktar til aukningar í fólksfjölda, sem smám saman hrakti landsmenn til að