Saga - 1992, Blaðsíða 257
FRAMBOÐSFLOKKURINN 1971
255
Þjóðviljmn birti sama dag eftirfarandi frétt:
„Skinhelgi, mannhelgi, landhelgi".
Undir kjörorðinu „Skinhelgi, mannhelgi, landhelgi" undirbýr nýr stjórn-
málaflokkur, Framboðsflokkurinn, framboð til Alþingiskosninganna 13. júní
n.k. Stefnuskrá flokksins hefur ekki verið birt opinberlega, en hún mun vera
svipuð og stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, enda sniðin eftir henni að miklu
leyti og aðalbaráttumálið er „að efla sameiginlega einingu landsmanna".
Mun Framboðsflokkurinn þó ganga lengra en móðurflokkurinn að mörgu
leyti, m.a. munu leiðtogar hans halda kosningaræður sínar á ensku.
Uppstillinganefndir í þremur kjördæmum, Reykjavík, Reykjaneskjör-
dæmi og Suðurlandskjördæmi, hafa lokið störfum, og að vonum verða fram-
boðslistar Framboðsflokksins lagðir fram mjög fljótlega.
Vísir birti síðdegis 11. maí svohljóðandi forsíðufrétt:
„Kosningarnar eru bílaleikur" - segja forvígismenn Framboðsflokksins sem
ætla að bjóða fram - þjóðlagasöngvari í fyrsta sæti, - plötusnúður í þriðja.
• • • „Við gerum okkur ekki vonir um að fá mann kjörinn, en tilgangur okkar
er að koma á framfæri í kosningabaráttunni gagnrýni á flokkakerfið. Við höf-
um ekki stóra hugmyndafræði, en við sættum okkur ekki við flokkakerfið."
Þetta segir Gísli Pálsson kennari, sem skipar eitt af efstu sætunum á lista
Framboðsflokksins svonefnda, sem nokkrir ungir menn hafa stofnað fyrir
þessar kosningar. Gísli sagði, að vel gengi að safna meðmælendum fyrir
framboð og hann byggist fastlega við því að listinn kæmi fram, áður en fram-
boðsfresti lýkur.
Hann sagði að kosningarnar væru „bílaleikur flokkanna" að þeirra dómi.
Allir þræðir í þjóðfélaginu lægju um stjórnmálaflokkana og lýðræðið væri
//peningalýðræði". „Kjörorð okkar eru: Skinhelgi, mannhelgi, landhelgi",
sagði hann, en vildi ekki skýra það frekar.
Gísli var spurður hvort þeir vildu kalla sig „sósíalíta" og sagði hann, að
þeir mældu sig ekki á neina slíka mælistiku.
1 efsta sæti Framboðsflokksins segja þeir, að verði Sigurður Jóhannsson
þjóðlagasöngvari, í öðru sæti Eiríkur Brynjólfsson kennari og í þriðja Ásta
Jóhannesdóttir plötusnúður."
Tíminn birti daginn eftir þessa frétt:
Plötusnúður, söngvarar og skáld í framboð. Þjóðviljinn óttast samkeppnina
°g kennir Sjálfstæðisflokknum um hið nýja afl í kosningunum. Stofnaður
hefur verið nýr stjórnmálaflokkur, Framboðsflokkurinn, og var stofnfundur
hans haldinn 1. maí s.l. Flokkurinn býður að öllum líkindum fram í þremur
kjördæmum við alþingiskosningarnar í vor, enda mun það eitt helsta stefnu-
mál flokksins að bjóða fram við kosningar. Kjörorð flokksins eru: Mannhelgi,
skinhelgi, landhelgi (til vara: Eindæmi, fordæmi, kjördæmi). Þá hafa verið
samin drög að baráttusöng flokksins og verður viðlagið: bjarta tíð, bústinn
lýð, bændur í stríð! Þá hefur hinn nýi flokkur lausn á efnahagsvandanum:
Vaxandi hagfótur þarf stærri og betri skó! . . . Aðspurðir töldu miðstjórnar-