Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fyrirmyndarleikmaðurinn er átaksverkefni gegn munntóbaksnotkun knattspyrnu- manna á vegum UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknis- embættisins, KSÍ og ÁTVR. Einnig er her- ferðinni beint gegn notkun tóbaks á íþróttasvæðum. Á sambandsráðsfundi UMFÍ í október sl. var samþykkt tillaga um að skora á sambandsaðila og aðildarfélög að banna alla tóbaksnotkun, þar með talið munntóbak, í öllu ungmenna- og íþrótta- starfi og koma upp skiltum þessu til árétt- ingar. Jafnframt var stjórn UMFÍ falið að leita samstarfs við sérsambönd ÍSÍ og fag- aðila um sameiginlegt átak gegn notkun munntóbaks. Átakið mun standa frá júní til loka sept- ember eða yfir keppnistímabil knattspyrnu- manna. Ástæða þess að átakinu er beint að knattspyrnumönnum er að meðal þeirra hefur munntóbaksnotkun breiðst afar hratt út á síðustu misserum. Sam- kvæmt könnun meðal knattspyrnumanna Herferð gegn munntóbaksnotkun: Fyrirmyndarleikmaðurinn kemur fram að allt að 30% leikmanna hafi notað munntóbak. Vitað er að helsta ástæða þess að ungt fólk byrjar munntóbaksnotkun er hóp- þrýstingur eða fyrir tilstuðlan fyrirmynda. Átakið fer fram með þeim hætti að valinn verður einn leikmaður frá hverju liði í efstu deild og fær hann titilinn fyrirmyndarleik- maður. Sá leikmaður neytir ekki tóbaks. Hlutverk leikmannsins er að vera fyrir- mynd yngri iðkenda auk þess að prýða veggspjöld í auglýsingaherferð átaksins. Hvert einstakt lið í efstu deild fær heim- sókn á heimaleik, þar sem ungir krakkar í búningum félagsins afhenda fyrirmyndar- leikmanninum veggspjald sem hann árit- ar og staðfestir með undirskrift sinni að hann sinni fyrirmyndarhlutverki sínu af kostgæfni. Einnig fær formaður viðkom- andi félags afhenta áskorun um að móta stefnu um notkun tóbaks á félagssvæðinu og sjá til þess að henni verði framfylgt. Átakið verður kynnt rækilega með aug- lýsingum og umfjöllun fjölmiðla. Markmið átaksins er að koma þeim skilaboðum áleiðis að íþróttir og munntóbak eigi enga samleið. Og þó að átakið beinist sérstak- lega að knattspyrnumönnum er það aðeins upphafspunkturinn og markmiðið er að halda áfram á næstu árum að vekja íþróttamenn í öllum keppnisgreinum sem og ungt fólk til umhugsunar um þær slæmu hliðar sem neysla munntóbaks hefur í för með sér. Auglýsingaskilti sem notað er í herferð- inni „Fyrirmyndar- leikmaðurinn“, en að því standa UMFÍ, ÍSÍ, Landlæknis- embættið, KSÍ og ÁTVR. Úthlutun styrkja úr Forvarnasjóði fyrir árið 2011 fór fram 26. júní sl. í Þjónustumið- stöð UMFÍ við Sigtún. Við það tækifæri fluttu Guðbjartur Hannesson, velferðar- ráðherra, og Geir Gunnlaugsson, land- læknir, stutt ávörp. Úthlutað var styrkjum að upphæð 72 milljóir í 102 verkefni. Ungmennafélag Íslands fékk tvo styrki, 2,5 milljónir í verk- efnið Flott fyrirmynd og 1,5 milljónir Ung- lingalandsmótið. Tilgangur Forvarnasjóðs er að stuðla að forvörnum gegn áfengis- og vímuefna- neyslu. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verk- efni á sviði áfengis- og vímuvarna í sam- ræmi við stefnu og forgangsröðun ríkis- stjórnarinnar í áfengis- og vímuvörnum hverju sinni. Styrkir eru veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum. Einstakl- ingum eru að jafnaði einungis veittir styrk- ir til rannsóknaverkefna. Samhliða samein- ingu Lýðheilsustöðvar og embætti land- læknis sem ákveðin var með lögum fyrr á þessu ári hefur Forvarnasjóður verið lagð- ur niður en til verður nýr lýðheilsusjóður sem hefur það hlutverk að styrkja lýð- heilsustarf í landinu. Hlutverk sjóðsins er víkkað út í samræmi við þær faglegu áherslur að heildræn nálgun í forvarna- starfi skili mestum árangri og einnig í sam- ræmi við þróun fjárveitinga til Forvarna- Forvarnir Úthlutun styrkja úr Forvarnasjóði sjóðs síðastliðin ár með sérstöku framlagi til heilsueflingar og lýðheilsustarfs. Um leið verður ákveðinn faglegur mælikvarði settur til hliðsjónar er kemur að úthlutun styrkja úr sjóðnum og mun sá mælikvarði meðal annars ákvarðast af lýðheilsumark- miðum stjórnvalda hverju sinni. Guðbjartur Hannes- son, velferðarráð- herra, flytur ávarp við athöfnina.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.