Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2011, Side 5

Skinfaxi - 01.05.2011, Side 5
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 5www.alcoa.is Fyrsta landsmót ungmennafélaganna var haldið fyrir rúmum hundrað árum. Mótin hafa síðan þá verið fagnaðarefni fyrir alla sem taka vilja þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni í heilbrigðum anda. Fjórtánda Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum. Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari en glæsileg íþróttamannvirki eru til staðar á Egilsstöðum. Samhliða íþróttakeppninni verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna. Landsmótin eru stórviðburður á Íslandi. Keppendur eru margir og áhorfendur enn fleiri, enda mikil fjölbreytni í keppnisgreinum. Þeir sem fylgst hafa með eða tekið þátt í landsmóti eru sammála um að þar ráða æskan, hreystin og lífsgleðin ríkjum. Alcoa Fjarðaáli er því sönn ánægja að styrkja mótshaldið í ár. Ræktun lýðs og lands í rúma öld Myndin er frá æfingu fimleikaflokks í samkomuhúsi Akureyrar fyrir fyrsa landsmót ungmennafélaganna sem haldið var 1909. Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.