Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Skinfaxi 2. tbl. 2011
Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson.
Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún
Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.
Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson,
Ómar Bragi Stefánsson, Gunnar
Gunnarsson, Sigurður Guðmundsson
o.fl. Forsíðumynd: Gunnar Gunnarsson.
Umbrot og hönnun: Indígó.
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.
Prófarkalestur: Helgi Magnússon.
Auglýsingar: Miðlun ehf. og
Gunnar Bender.
Ritnefnd:
Gunnar Gunnarsson, Kristín Hálfdánar-
dóttir og Óskar Þór Halldórsson.
Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFÍ,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Sími: 568-2929
Netfang: umfi@umfi.is
Heimasíða: www.umfi.is
Starfsmenn UMFÍ:
Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri,
Alda Pálsdóttir, skrifstofustjóri,
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri,
Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa
og kynningarfulltrúi,
Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi,
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi,
með aðsetur á Sauðárkróki,
Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari.
Stjórn UMFÍ:
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður,
Björg Jakobsdóttir, varaformaður,
Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri,
Örn Guðnason, ritari,
Einar Haraldsson, meðstjórnandi,
Eyrún Harpa Hlynsdóttir, meðstjórnandi,
Garðar Svansson, meðstjórnandi,
Ragnhildur Einarsdóttir, varastjórn,
Haraldur Þór Jóhannsson, varastjórn,
Gunnar Gunnarsson, varastjórn,
Einar Kristján Jónsson, varastjórn.
Forsíðumynd:
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ hefur verið starf-
ræktur víðs vegar um land í sumar.
Á myndinni sýnir Daði Þór Jóhannsson
úr UÍA glæsileg tilþrif við æfingar í
grindahlaupi í skólanum á Egilsstöðum.
Unglingalandsmót UMFÍ er eitt af
flaggskipum hreyfingarinnar. 14.
Unglingalandsmótið verður að
þessu sinni haldið á Egilsstöðum
um verslunarmannahelgina, dag-
ana 29.–31. júlí. Umgjörð mótsins
á Egilsstöðum verður í alla staði
glæsileg og vandað til verka í hví-
vetna. Mikið uppbyggingarstarf fór
fram fyrir Landsmótið 2001 og stór-
glæsileg íþróttamannvirki blasa þar
við. Þeir sem að mótinu standa sjá
nú laun erfiðis síns og geta borið
höfuðið hátt. Það þarf áræðni, þor
og kjark til að ráðast í að halda svo
stórt mót sem þetta. Glæsileg og
vel skipulögð undirbúningsvinna
er að baki og gott mót fram undan
þar sem fjölskyldan mun eiga góða
daga saman.
Stór hópur sjálfboðaliða kemur
að framkvæmd mótsins með einum
eða öðrum hætti. Allur undirbúning-
ur verður því léttari og er óhætt
segja að framlag þeirra til mótanna
sem og í hreyfingunni allri sé
ómetanlegt. Þeim ber að þakka fyrir
fórnfúst og frábært vinnuframlag.
Framkvæmdaaðilar mótsins á
Egilsstöðum hafa lagt mikinn metn-
að í alla undirbúningsvinnu. Ung-
lingalandsmótin eru með stærstu
íþróttamótum sem haldin eru hér á
landi. Mótin eru kjörin vettvangur
fyrir alla fjölskylduna til að koma
saman og eiga skemmtilega og
ánægjulega daga um verslunar-
mannahelgina. Unglingalandsmót-
in hafa sannað gildi sitt og þau sæk-
ir sama fólkið ár eftir ár. Mótin draga
til sín þúsundir gesta sem skemmta
sér saman í heilbrigðu umhverfi.
Frjálsíþróttaskóla UMFÍ, í sam-
vinnu við Frjálsíþróttasamband
Íslands, var haldið úti á nokkrum
stöðum úti á landi í sumar, fimmta
sumarið í röð. Skólanum hefur vaxið
fiskur um hrygg með hverju árinu
og hefur verið mikil ánægja með
þetta verkefni.
Göngum um Ísland er landsverk-
efni UMFÍ. Verkefnið er unnið í sam-
starfi við ungmennafélög um land
allt, ferðaþjónustuaðila og sveitar-
félög. Ísland hefur að geyma mik-
inn fjölda gönguleiða og hafa verið
valdar heppilegar gönguleiðir í hverju
byggðarlagi. Fjölskyldan á fjallið er
einn liður í verkefninu. Settir eru upp
póstkassar með gestabókum á 24
fjöllum víðs vegar um landið en öll
þessi fjöll eiga það sameiginlegt að
tiltölulega létt er að ganga á þau.
Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta
fjallgönguferð og stuðla þannig að
aukinni samveru, útivist og um leið
líkamsrækt innan fjölskyldunnar. Í
nokkur ár hefur verið haldið úti vef-
síðunni www.ganga.is sem hefur að
geyma yfir 800 gönguleiðir. Frábær
þátttaka var í þessu verkefni í fyrra-
sumar og skráðu yfir 15.000 ein-
staklingar nöfn sín í gestabækur
sem liggja frammi á hverju fjalli.
Hættu að hanga! Komdu að hjóla,
synda eða ganga! er verkefni sem
var á dagskrá í fyrsta sinn í fyrrasum-
ar. Það vakti mikla athygli og þátt-
taka var víðast hvar með ágætum.
Megintilgangur verkefnisins er að
hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjöl-
skyldur og hópa til að hreyfa sig og
stunda heilbrigða lifnaðarhætti.
Það eru margir möguleikar í boði
fyrir alla á öllum aldri til að taka þátt
í verkefnum UMFÍ. Mikil vakning er
meðal fólks í því að hreyfa sig og
huga betur að heilsunni en áður.
Flestir ættu því að finna eitthvað
við sitt hæfi í þeim verkefnum sem
UMFÍ stendur fyrir.
Glæsileg umgjörð á Egilsstöðum
Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall:
Í ár eru 100 ár síðan að ungmennafélag-
ar eignuðust Þrastaskóg í Grímsnesi. Af
því tilefni bauð Ungmennafélag Íslands
í skógargöngur öll þriðjudagskvöld í júlí.
Skógargöngurnar tóku u.þ.b. klukkutíma
og hófust við veitingarhúsið Þrastalund.
Fyrsta skógargangan var farin 5. júlí og
var góð þátttaka í göngunni. Um 50
manns gengu um skóginn undir leið-
sögn Björns B. Jónssonar og Einars Kr.
Jónssonar.
Góð þátttaka
„Við vorum sérlega ánægðir með
þátttöku í fyrstu göngunni. Reyndar var
hún mun betri en við áttum von á. Fólk
í göngunni koma víðar að, úr nágranna-
byggðum, sumarhúsum og af Reykja-
víkursvæðinu. Hópur ungmenna fór um
skóginn og þreif göngustíga þannig að
skógurinn lítur mjög vel út,“ sagði Björn
B. Jónsson, formaður afmælisnefndar
Þrastaskógar, í samtali við Skinfaxa.
Aðrar göngur voru undir leiðsögn Bjarna
Diðriks Sigurðssonar, skógfræðings,
Arnar Óskarssonar, líffræðings, og Hreins
Óskarssonar, skógfræðings.
Skógargöngur
í Þrastaskógi