Skinfaxi - 01.05.2011, Síða 9
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 9
OFSALEGA ÁNÆGJULEGT
HVAÐ ALLIR ERU JÁKVÆÐIR
„Mótið leggst vel í
mig en allur undir-
búningur hefur
gengið eins vel og
kostur er. Allir eru
tilbúnir að leggja
hönd á plóg og
það hefur auð-
veldað okkur alla
undirbúningsvinnu.
Sjálfboðaliðar hafa verið duglegir að skrá sig
til starfa og það er gaman að finna þennan
áhuga, það eru allir tilbúnir að leggja sitt af
mörkum í þessu verkefni. Það var opnað fyrir
skráningar 4. júlí og það er bara kominn fiðr-
ingur í mannskapinn,“ sagði Elín Rán Björns-
dóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasam-
bands Austurlands, í samtali við Skinfaxa.
Elín Rán sagði sagði framkvæmdir fyrir
svona mót miklar og óneitanlega í mörg horn
að líta. „Það má segja að þetta sé allt frá matar-
gerð að keppni og allt þar á milli. Þetta er um
fram allt afskaplega spennandi og gaman að
vera þátttakandi í því. Það er ofsalega ánægju-
legt hvað allir eru jákvæðir. Fólk gerir ráð fyrir
því að vera heima og taka þátt og krakkarnir
hér á Austurlandi eru yfir sig spenntir. Það
hefur verið misjöfn þátttaka frá okkur á Ung-
lingalandsmótum hingað til en alls staðar
þar sem maður kemur núna iða krakkarnir í
skinninu að fá að vera með. Við eigum von á
algjörri sprengingu í þátttöku frá félagsmönn-
um okkar. Við vonum eindregið að það verði
góðar undirtektir annars staðar frá. Það er
góð stemmning í byggðarlaginu fyrir mótinu
og gott hljóðið í fólki. Það er ekki ástæða til
annars en að vera bjartsýnn. Samstaðan um
þetta verkefni er mikil,“ sagði Elín Rán.
– Eru þessi mót ekki búin að skapa sér sterka
ímynd?
„Þetta er algjör fjölskylduhátíð og dag-
skráin hjá okkur verður sérlega glæsileg. Það
kom sérstök ósk frá krökkunum okkar um að
gera skemmti- og kvölddagskrána aðlaðandi
og þau voru dugleg að koma þeim skilaboð-
um til stjórnarmanna UÍA. Við tókum þau á
orðinu og fengum að heyra hvað þau vildu,
tókum ungmennaráðið með í undirbúning-
inn og dagskráin endurspeglar það svolítið.
Það er metnaðarfull dagskrá með íþrótta-
keppninni og allir ættu að finna eitthvað við
sitt hæfi, jafnt yngri sem eldri.“
Elín Rán sagði það hafa verið ofsalega
gaman að takast á við þetta verkefni og
mjög lærdómsríkt. „Ég verð ofsalega glöð
þegar ég sé öll brosin á andlitunum um
verslunarmannahelgina. Þá getur maður
hugsað með sér að þetta hafi allt verið þess
virði. Þetta verður bara gaman og skemmti-
legt að taka á móti gestum og keppendum,“
sagði Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA, í
spjallinu við Skinfaxa.
Elín Rán Björnsdóttir, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands
Elín Rán Björnsdóttir,
formaður UÍA.
Ætlar þú að taka þátt í Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum?
Arnór Davíð Finnsson, 15 ára:
„Já, ég ætla að taka þátt í mótinu. Ég
hef mikinn áhuga á íþróttum en ætla
núna að taka þátt í mótinu í fyrsta
skipti. Ég hef ekki tekið ákvörðun í
hvaða greinum ég ætla að taka þátt
en ég hlakka til að vera með.“
Tómas Elíasson 14 ára:
„Ég ætla að taka þátt en ég hef aldrei
áður verið með á þessu móti. Þetta
verður gaman en ég hafði hugsað
mér að taka þátt í fótbolta.“
Guðjón Bjarki Vignisson:
„Ég er að pæla í því að vera með í
körfubolta og þetta yrði í fyrsta skipti
sem ég yrði með. Þetta verður örugg-
lega gaman.“
Daníel Sören Pétursson, 14 ára:
„Ég hef áhuga á að vera með. Ég er
ekkert að æfa núna en fer oft í rækt-
ina. Ég hef áhuga á að vera með í
körfubolta en ekkert annað er ákveð-
ið. Ég mætti á mótið á Sauðárkróki
en tók ekki þátt.“