Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.2011, Blaðsíða 11
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 11 „Það er í mörg horn að líta í undirbún- ingi fyrir Unglinga- landsmót. Heilt yfir hefur þetta gengið mjög vel og allir tilbúnir að leggja sitt af mörk- um. Þetta er mjög spennandi verkefni og við erum full tilhlökkunar yfir að taka á móti keppendum og gestum. Öll aðstaðan hér á mótssvæðinu er til fyrirmyndar og við búum að glæsilegri aðstöðu sem byggð var upp hér í tengslum við Landsmótið sem við héldum 2001. Við erum að betrumbæta hana aðeins en hér er stórt íþróttahús og fjölnota- hús í Fellabæ sem við getum notað. Til viðbót- ar er kominn nýr fótboltavöllur með gervi- grasi í Fellabæ en þeim megin verðum við með keppni í fótbolta. Það er líka verið að leggja lokahönd á viðbótarvelli,“ sagði Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalands- mótsnefndar fyrir mótið á Egilsstöðum, í samtali við Skinfaxa. Björn Ármann sagði lykilatriði í undirbún- ingi mótsins vera sú reynsla sem ungmenna- félagshreyfingin býr yfir í því að halda svona mót. Líka hjálpaði við framkvæmdina sú reynsla sem starfsmenn byggju yfir. Það er ekki verið að finna upp hjólið í þessum efnum. „Öll keppnin er miðsvæðis og því stuttar vegalengdir að fara fyrir keppendur og gesti. Mótokrosskeppnin fer fram rétt norðan við Egilsstaði og hestaíþróttirnar verða á Iðavöll- um. Tjaldsvæðin eru mitt í byggðarlaginu og miðpunktur verður líka í Tjarnargarðinum þar sem mikið verður um að vera fyrir 11 ára og yngri. Aðstaðan öll getur ekki verið betri og mönnun í störf sjálfboðaliða hefur gengið vel. Það eru allir tilbúnir að leggjast á eitt. Kynningarbæklingur var líka sendur út á hvert heimili á ÚÍA-svæðinu en sjálfboðalið- ar munu koma af öllu svæði okkar á Austur- landi,“ sagði Björn Ármann. Björn Ármann sagði ennfremur að fátt hefði komið sér á óvart í undirbúningnum nema þá hve allir væru jákvæðir í garð móts- ins og hvað allt starfið hefði gengið vel. Það hefði líka skipt miklu máli hvað styrktaraðilar hefðu tekið jákvætt í að styrkja mótið. Ung- lingalandsmótið hefði skapað sér jákvæða ímynd sem létti að sjálfsögðu undir allt. „Það er mikill hugur í heimamönnum að gera þetta vel og taka vel á móti keppendum og gestum. Það er mikilvægt fyrir byggðar- lagið að taka svona mót að sér en kynningar- gildið er mikið og þá sérstaklega til lengri tíma litið. Sveitarfélagið sótti fast á að fara í þetta verkefni og við höfum ennfremur átt gott samband við Egilsstaðabýli og Egils- staðabónda vegna tjaldsvæða. Framlag þeirra hvað það varðar gríðarlega er mikil- vægt. Við finnum bara fyrir jákvæðni alls staðar í því sem mótinu viðkemur,“ sagði Björn Ármann. – Hvað er Unglingalandsmótið í huga þínum? „Það hefur mikið forvarnagildi og ekki síst sjá foreldrar þarna tækifæri til að fara með börnunum sínum og treysta um leið fjöl- skylduböndin. Mótin eru að verða miðpunkt- ur í því að fara og gera eitthvað gott og skemmtilegt saman. Foreldrar líta orðið á mótin sem góðan kost fyrir fjölskylduna og um leið ferðalag ársins. Mótin eru vímuefna- lausar samkomur sem borið hafa gríðarlega góðan árangur. Við trúum því og treystum að ekki færri en tíu þúsund manns sæki mót- ið að þessu sinni auk annarra ferðamanna sem verða á svæðinu á þessum tíma,“ sagði Björn Ármann. Björn Ármann sagðist vera fullur tilhlökk- unar og sagðist vona að veðurguðirnir yrðu hagstæðir eins og venjulega. „Það verður gaman að vera hér á mótinu og njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar með Héraðs- búum sem hlakka til að taka á móti öllu því fólki sem sækir mótið,“ sagði Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmóts- nefndar, í samtalinu við Skinfaxa. MÓTIN ERU MIÐPUNKTUR Í ÞVÍ AÐ GERA EITTHVAÐ GOTT OG SKEMMTILEGT SAMAN Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalandsmótsnefndar 2011 Björn Ármann Ólafs- son, formaður ung- lingalandsmóts- nefndar UMFÍ 2011. F M BS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.