Skinfaxi - 01.05.2011, Page 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
UÍA hefur séð um framkvæmd á tveimur
Landsmótum UMFÍ, 1968 og 2001. Unglinga-
landsmót UMFÍ á Egilsstöðum er fyrsta Ung-
lingalandsmótið sem ÚÍA heldur.
13. Landsmót UMFÍ 1968
Hið fyrra var 13. Landsmót UMFÍ sem fór
fram á Eiðum dagana 13.–14. júlí 1968. Kvöld-
dagskrá var á laugardeginum og hátíðar-
dagskrá á sunnudeginum. Keppt var í tólf
frjálsíþróttagreinum karla og sjö kvenna-
greinum, tíu sundgreinum, níu starfsíþrótta-
greinum, glímu, knattspyrnu og í handknatt-
leik kvenna. HSK vann stigakeppni mótsins,
hlaut 258,5 stig. Stigahæstir af einstaklingum
voru Guðmunda Guðmundsdóttir HSK (sund)
og Davíð Valgarðsson UMFK (sund), hlutu 17
stig hvort. Keppendur á mótinu voru 438 og
238 heimamenn sýndu þjóðdansa, fimleika
og sögulegt leikrit. Mótsgestir voru 7000.
23. Landsmót UMFÍ 2001
UÍA sá síðar um framkvæmd 23. Lands-
móts UMFÍ sem fram fór dagana 12.–15. júlí
2001. Mótið var haldið við frábærar aðstæð-
ur á Egilsstöðum og í nágrenninu. Landsmót-
UÍA hefur séð um framkvæmd
á tveimur Landsmótum UMFÍ
Frá setningu 23.
Landsmóts UMFÍ á
Egilsstöðum 2001.
ið var mjög fjölskylduvænt og var fjölþætt
dagskrá í boði alla dagana. Í Tjarnargarðin-
um, sem er í næsta nágrenni við íþróttaleik-
vanginn, gátu gestir af yngri kynslóðinni
fundið ýmislegt við sitt hæfi sem og öll fjöl-
skyldan. Keppendur voru 1160 frá öllum sam-
bandsaðilum UMFÍ. Setning mótsins fór fram
í afar fallegu veðri 13. júlí þar sem m.a. forseti
Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarp-
aði mótsgesti. Fjöldi þeirra var um 12000.
Keppt var í sautján greinum til stiga en þær
voru eftirtaldar: badminton, blak, borðtennis,
bridds, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf,
handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra,
knattspyrna, körfuknattleikur, skák, skotfimi,
starfsíþróttir og sund. Á Landsmótinu var í
fyrsta skipti keppt til stiga í badminton, íþrótt-
um fatlaðra og skotfimi. Sýningargreinar voru:
Egilsstaðamaraþon, hjólreiðar, íþróttir aldraðra,
kraftajötnagreinar, siglingar, torfæruakstur
og æskuhlaup. Á Landsmótinu var alþjóðleg
stangarstökkskeppni þar sem Vala Flosadótt-
ir og Þórey Edda Elísdóttir öttu kappi við tvær
bandarískar stúlkur og eina sænska. Mikil
stemning myndaðist á keppninni og hvöttu
áhorfendur ákaft sínar stúlkur. Stigahæsta
sambandið var HSK með 1899,5 stig. Næst
komu UMSK með 1699 stig og UÍA með
1469 stig. Stigahæst á mótinu voru Guðrún
Bára Skúladóttir HSK, Sunna Gestsdóttir
UMSS og Jón Arnar Magnússon UMSK sem
öll kepptu í frjálsíþróttum og fengu 30 stig.
Sundfólkið Íris Edda Heimisdóttir, Keflavík,
og Jón Oddur Sigurðsson, UMFN, voru einnig
með 30 stig sem var hámarksárangur. Á mót-
inu var nýtt framtíðarmerki Landsmótanna
afhjúpað og hefur það verið notað síðan.