Skinfaxi - 01.05.2011, Qupperneq 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Vorfundur Ungmennafélags Íslands
var haldinn á Ísafirði helgina 27.–28. maí
sl. Um 40 fulltrúar sambandsaðila sóttu
fundinn. Fyrri daginn komu fulltrúar
saman en þá fór fram kynning á starfsemi
Evrópu unga fólksins. Það var Hjörtur
Ágústsson, starfsmaður Evrópu unga fólks-
ins, sem sá um kynninguna sem hafði
mikið upplýsingagildi.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formað-
ur Ungmennafélags Íslands, opnaði vor-
fundinn laugardagsmorguninn og bauð
fulltrúa velkomna til fundarins. Hún hvatti
þá áfram í starfinu og hrósaði þeim fyrir
gott og kröftugt starf.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, fór yfir starfsemi hreyfingar-
innar. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi
UMFÍ, var með kynningu á viðburðastjórn-
un, en Ómar Bragi er framkvæmdastjóri
Unglingalandsmóta UMFÍ. Hann sagði frá
undirbúningi og framkvæmd móta á veg-
Vorfundur UMFÍ var haldinn á Ísafirði
um UMFÍ. Helgi Gunnarsson, fjármála-
stjóri UMFÍ, ræddi í erindi sínu um styrktar-
umsóknir, fjáraflanir og áætlanir. Arnfríður
Sólrún Valdimarsdóttir frá Reykjavíkur-
borg var síðan með námskeið sem fjallaði
um mannauð í félagsstarfi. Námskeiðið
var afar gagnlegt og fræðandi og mun
eflaust nýtast fulltrúum í starfi sínu þegar
til lengri tíma lætur.
Samhliða vorfundinum var haldinn
stjórnarfundur UMFÍ.