Skinfaxi - 01.05.2011, Page 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Úr hreyfingunni
Þing Ungmennasambands Birgarfjarðar, UMSB:
Guðmundur Sigurðsson sæmdur gullmerki UMFÍ
89. þing Ungmennasam-
bands Borgarfjarðar var
haldið í félagsheimilinu
Fannahlíð 31. mars sl. Góð
mæting var á þinginu.
Skýrsla stjórnar var viða-
mikil og gaf góða mynd af
því starfi sem unnið er á sambandssvæð-
inu. Þingforseti var Hlynur Sigurbjörnsson.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður
UMFÍ, Sæmundur Runólfsson, fram-
kvæmdastjóri UMFÍ, og Sigurður Guð-
mundsson, landsfulltrúi UMFÍ, sátu þingið
ásamt Gyðu Kristjánsdóttur og Völu Hrönn
Margeirsdóttur, nemum í tómstunda- og
félagsmálafræði við Háskóla Íslands, sem
voru í vettvangsnámi hjá Ungmenna-
félagi Íslands og Evrópu unga fólksins
„Þetta var gott þing og starfsamt. Starf-
ið í heild sinni gengur vel. Það kom fram á
þinginu hvað Unglingalandsmótið í Borg-
arnesi í fyrrasumar gekk vel og allir eru sátt-
ir hvað vel tókst til. Nú er sumarstarfið
fram undan og einn stærsti viðburðurinn
verður Íslandsmótið í víðavangshlaupi.
Starfið fer annars að mestu leyti fram inn í
aðildarfélögunum,“ sagði Friðrik Aspelund
sem var endurkjörinn sambandsstjóri
UMSB.
Í ræðu Friðriks kom fram að rekstur
stærstu íþróttadeilda sambandsins er
kominn á réttan kjöl eftir áralanga þrauta-
göngu. Friðrik sagði að það væri mikil-
vægt að sambandsþing kæmi með raun-
hæfa áætlun um það hvernig fjárhags-
staða sambandsins yrði bætt.
Á þinginu sæmdi Helga Guðrún Guð-
jónsdóttir, formaður UMFÍ, Guðmund
Sigurðsson gullmerki UMFÍ fyrir áratuga
frábært starf í hreyfingunni. Guðmundur
fékk einnig gullmerki ÍSÍ.
Á þinginu fór fram kosning um fjall í
verkefninu Fjölskyldan á fjallið í sumar.
Kosið var um Strút, Brekkufjall og Búrfell í
Hálsasveit. Fyrir valinu varð Strútur.
Þær breytingar urðu á stjórn ung-
mennasambandsins að Veronika Sigur-
vinsdóttir og Ebba Pálsdóttir hættu í
stjórn og í þeirra stað koma inn Aðal-
steinn Símonarson og María Hlín Eggerts-
dóttir.
Helga Guðrún Guð-
jónsdóttir, formaður
UMFÍ, sæmdi Guð-
mund Sigurðsson
gullmerki UMFÍ.
Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, USVH:
Í nógu að snúast á næstu missetum
Héraðsþing USVH var hald-
ið í félagsheimilinu Víðihlíð
12. apríl sl. Þingstörf gengu
vel og mikill hugur í fólki
fyrir starfinu. Sæmundur
Runólfsson, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, og Sigurður
Guðmundsson, landsfulltrúi UMFÍ, sátu
þingið. Sæmundur veitti Pétri Þresti Bald-
urssyni, varaformanni USVH, starfsmerki
UMFÍ.
Á þinginu kom fram að stærsta verkefni
héraðssambandsins yrði framkvæmd á
Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var á
Hvammstanga dagana 24.–26. júní í sl.
Eins og áður verður stefnt að því að
góður hópur ungmenna sæki Unglinga-
landsmótið á Egilsstöðum um verslunar-
mannahelgina. Á þinginu var samþykkt
ný reglugerð fyrir styrktarsjóð USVH og
Húnaþings vestra vegna afreksfólks og
afreksefna. Eins voru samþykktar nýjar
reglur um úthlutun styrkja til barna- og
unglingastarfs. Að sögn Guðmundar
Hauks Sigurðssonar, formanns USVH, verð-
ur upphæð styrkja með svipuðu sniði en
þeir voru hækkaðir nokkuð í fyrra. Guð-
mundur Haukur sagði fjárhaginn í góðu
horfi.
„Héraðssambandið verður 80 ára á
þessu ári og aðalafmælisveislan verður
þetta Landsmót UMFÍ 50+. Það er annars
hugur í fólki og í nógu að snúast á næstu
misserum,“ sagði Guðmundur Haukur.
Á héraðsþinginu var kosið um tvo stjórn-
armenn, varaformanninn Pétur Þröst
Baldursson og Reimar Marteinsson, með-
stjórnanda, og voru þeir báðir endurkjörnir.
Frá héraðsþingi
USVH sem haldið
var í Víðihlíð.