Skinfaxi - 01.05.2011, Síða 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Úr hreyfingunni
Ársþing Héraðssambands Strandamanna, HSS:
Aðalbjörg Óskarsdóttir og Rósmundur Númason
fengu starfsmerki UMFÍ
64. ársþing Héraðssam-
bands Strandamanna var
haldið í Kaffi Norðurfirði 7.
maí sl. Sæmundur Runólfs-
son, framkvæmdastjóri
UMFÍ, sótti þingið og veitti
þeim Aðalbjörgu Óskars-
dóttur og Rósmundi Númasyni starfs-
merki UMFÍ. Guðmundur Haukur Sigurðs-
son, formaður USVH og formaður undir-
búningsnefndar fyrir Landsmót UMFÍ 50+,
sótti einnig þingið og kynnti mótið fyrir
þinggestum.
Þingið var vel sótt og umræður góðar.
Engar breytingar urðu á stjórn sambands-
ins. Á þinginu var sett á laggirnar svokallað
landsmótsráð sem mun m.a. koma að und-
irbúningi þátttakenda HSS á fyrsta Lands-
móti UMFÍ 50+ í sumar og eins að 14. Ung-
lingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum.
Á ársþinginu var tilkynnt um úrslit í kjöri
á Íþróttamanni ársins 2010. Að þessu sinni
var það Hadda Borg Björnsdóttir sem hlaut
afgerandi kosningu. Formaður HSS, Vignir
Örn Pálsson, afhenti Höddu veglegan
farandbikar við þetta tækifæri, en Hadda
Borg er fædd 1993. Hún náði frábærum
árangri í hástökki árið 2010. Hún vann m.a.
til gullverðlauna á Unglingalandsmótinu
og í sínum aldursflokki á Meistaramóti
Íslands með því að stökkva yfir 1,61 metra
á báðum mótunum. Þá varð hún í þriðja
sæti á Reykjavíkurleikunum í upphafi árs
2011, auk þess að vinna sigur í mörgum
greinum á Héraðsmóti HSS í Sævangi.
Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ,
ásamt Aðalbjörgu Óskarsdóttur og Rósmundi
Númasyni, sem fengu afhent starfsmerki UMFÍ á
ársþingi HSS.
Hadda Borg Björnsdóttir, íþróttamaður ársins hjá
HSS, ásamt Vigni Erni Pálssyni, formanni HSS.
Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga, HSV:
Jón Páll endurkjörinn formaður HSV
Jón Páll Hreins-
son var einróma
endurkjörinn for-
maður Héraðs-
sambands Vestfirðinga á ársþingi sam-
bandsins 10. maí sl. Ásdís Pálsdóttir var
sæmd silfurmerki HSV en hún hefur verið
meðal drifkrafta í starfi blakfélagsins Skells.
Gunnar Gunnarsson í varastjórn UMFÍ sat
ársþingið.
Í skýrslu stjórnar lýsti Jón Páll áhyggjum
sínum af framtíð sjálfboðaliðavinnu en
hann segir sífellt færast í vöxt að menn
vilji fá greitt fyrir alla vinnu sína. Slíkt komi
verulega niður á félagsstarfi. Þrettán til-
lögur voru afgreiddar á þinginu.
Á vegum HSV hefur verið unnið upplýs-
ingarit fyrir formenn og stjórnir félaga
með helstu upplýsingum sem þeir þurfa á
að halda. Ritið er sérstaklega ætlað nýjum
stjórnarmönnum, til að hjálpa þeim að
komast inn í starfið. Þá hafa verið teknir
upp reglulegir formannafundir til að flýta
fyrir upplýsingastreymi frá héraðssam-
bandinu til aðildarfélaganna. Þrír slíkir
voru haldnir á seinasta starfsári.
Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn
formaður HSV. Auk hans voru kjörin í aðal-
stjórn Maron Pétursson og Erla Jónsdóttir,
til tveggja ára.
Mynd til vinstri:
Ásdís Pálsdóttir var
sæmd silfurmerki
HSV en með henni
á myndinni er Jón
Páll Hreinsson,
formaður HSV.
Mynd til hægri:
Hluti þingfulltrúa á
ársþinginu.