Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.11.1969, Blaðsíða 1
OIU.AMSIABIADII) 2. TBL. NÓVEMBER 1969 2. ÁRG. „U M KENNARA M í N A“ Nýlega hlustaði ég á upplestur úr „óskrifaðri skáldsögu“ og átti sá lestur að taka aðeins nokkrar mínútur, en þegar lestrinum var lokið var liðinn klukkutími frá því að hann byrjaði. Því ákvað ég að fara ekki að ráðum Páls Kr. og „improvisera“ í ca. 10 mínútur, lieldur hafa þessa sögu skrifaða og treysta þannig frekar á að geta hætt áður en í algjörl óefni væri komið. Haukur Guðlaugsson, sem mun liafa átt hugmyndina að því, að við stæðum upp og segðum frá kennurum okkar og kennsluaðferðum þeirra, hefði vitanlega átt að riða fyrstur á vaðið og segja frá sinni reynslu, og gaman hefði ég haft að heyra hann komast frá því vegna þess, að fyrir mér er þetta ekki svo auðvelt. Ég hef reynt að losna frá mínum kennur- um, eflir fremsta megni, og gleyma því, sem þeir boðuðu eins og það væri heilög og óbrigðul lög. I staðinn hef ég reynt að finna sjálfan mig og minn eigin spila-máta. Vitanlega þýðir það ekki, að maður liafi lítið lært af kennurum sínum, síður en svo því það, sem hljóðfæraleikarinn kann, er að miklu leyti þeirri eða þeim kennslu- aðferðum að þakka, sem hann hefur hlotið og áhrifum þeim, sem hann hefur orðið fy rir frá kennurum sínum. Orgelspil hefur líklega orðið fyrir hvað mestum umbrotum og byltingum, miðað við annan hljóðfæraslátt, allt frá því, að barið var á nóturnar með hnefum og fram að því, að fraseringar verða að vera svo nákvæmar, að ekki má skakka um minnstu sveiflu, svo allt fari ekki úr skorðum eða, að stakkatóið verður svo nákvæmt, að til furðu verður að teljast. T- d. minnist ég eins kennara míns, sem ég var að æfa hjá verk Ntir 0. Messiaen. Kennarinn, (sem var þýzkur) vildi hafa rétt rétt

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.