Organistablaðið - 01.12.1969, Síða 2

Organistablaðið - 01.12.1969, Síða 2
Árið 1947 lék hann í Westminter Abbey í London á vegum BBC öll orgelverk J. S. Bach, og árið 1959 og 1962 í Oxford-háskóla. Árið 1961 lék hann öll Bach-orgelverkin í fyrsta skipli í Ameríku í Grace-dómkirkjunni í San Francisco i Kaliforníu fyrir geysistóran hóp áheyrenda. í San-Francisco var hann heiðraður sérstaklega af stjórn Kalíforníufylkis og einnig af borgarstjórn San-Francisco. — Nokkru síðar lék hann í St.-Thomas kirkjunni í Fifth-Avenue í New York við geysimikla aðsókn. Þar var hann einnig heiðraður sér- staklega af Jolin F. Kennedy, þáverandi forseta Bandaríkjanna, og af R. Wagner, sem var borgarstjóri New York-borgar. I desember 1965 flutti hann öll verk Girolamo Frescobaldi í Central Prestbyterian Church í Park Avenue eftir hljómleikaför um öll Bandaríkin og Kanada. Fernando Germani er dósent í orgelleik við Chigi-Músikakade- míuna í Siena. En jjar eru á hverju sumri haldin námskeið fyrir tónlistarmenn, sem auka vilja við kunnáttu sína, og eru kennarar þar margir af færustu og frægustu tónsnillingum heims. Þessi aka- demía var stofnuð fyrir meira en 30 árum af Guido Ohigi Saracini greifa og Germani. Auk þessa er Germani aðalkennari og verndari orgeldeildar og orgcltónsmíðadeildar Santa-Cecilia-tónlistarskólans í Rómaborg. Hann er heiðursfélagi í samtökum organista í New York, í klúbbi organista í Pliiladelphia og organistafólögum í Sydney og Brisbane í Ástralíu. Hann er heiðursborgari New Orleans í Bandaríkjunum og hefur verið sæmdur ótal heiðursmerkjum, ítölskum og erlendum. Hann liefur tekið -þátt í fjölmörgum tónlistarhátíðum, svo sem: í Berlín, Frankfurt am Main, Luzern, Núrnberg, Hereford, York, F.dinborg, Schaffhausen og mörgum öðrum borgum í Evrópu og Ameríku. Meðal hinna ýmsu bóka, sem Germani hefur gefið út, eru sér- staklega merkar endurútgáfa á orgelverkum G. Frescobaldi, í þrem- ur bindum, og kennslubók í orgeBeik í mörgum bindum. Einnig hefur liann ritað fjölmargar greinar, sem birzt hafa í tónlistartíma- ritum, ítölskum og erlendum. Hér lýkur þessari frásögn um Germani. Þrátt fyrir þessa glæsi- legu lýsingu á ferli lians er hér um að ræða ofur hógværan mann, sem hvorki finnur til stærðar sinnar né hreykir sér hátt. Tækni hans og kunnátta hvílir á styrkum stoðum án allrar yfirborðsmennsku og 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.