Organistablaðið - 01.04.1977, Page 9

Organistablaðið - 01.04.1977, Page 9
KIRKJUTÖNLISTARMENNTUN Námstilhögun við Tónlistarskólann í Kauptnannahöfn Tónlistarskólanum (konservatoríinu) í Kaupmannahöfn er skipt 1 tvo hluta, forskóla og aðalskóla. Til aS fá inngöngu í forskólann þurfa nemendur að geta spilað eina af 8 litlu prelúdíum og fúkum J. S. Bachs, tvö sálmalög með fót- spili og létt lag frá blaði (prima vista) án fótspils. I forskólanum sem tekur 2 ár eru þessar greinar kenndar: Orgelspil, hljómfræði, saga, heyrnarþjálfun, píanóleikur, greining tónverka (analýsa), kór- stjórn, söngur og messusöngur (liturgia). Ennfremur eru nemendui æfðir í að semja þriggja radda forspil. Eftir þessi .2 ár er ætlast til að nemandi geti staðist hið minna organistapróf. Mest er lagt upp úr vönduðum, listrænum organleik og sálmaleik en þau lög, sem eru tvö, fær nemandinn 12 klukku- stundum fyrir prófið, og er til þess ætlast að annað þeirra sé leikið sem tríó-spil en hitt á venjulegan (4 radda) hátt en með frumsömdu, þríradda forspili. Verkefni í orgelspili eru til dæmsi prelúdía, fúka og sjakonna eftir Buxtehude eða g-moll fúka Bachs (Peters III). Við inntökupróf í aðalskólann getur nemandi leikið sömu verk og hann hafði til lokaprófs í forskóla. Pá er honum einnig gert að leika sálmalag sem hann fær í hendur 6 klukkustundum fvrir prófið, skal það leikið í tríó-spili. Pá er honum ætlað að improvisera frjálst í upp- gefinni tóntegund. Prófað er í prímavista-leik með og án fótspils. í tónheyrn er prófað í heyrn á tónbilum, nemandi látinn skrifa lag- línu, sem leikin er tvívegis fyrir hann, þá fær nemandi laglínu á blaði sem hann heyrir leikna af segulbandi einu sinni og síðan aftur í brevttu f.ormi og er honum þá ætlað að gera grein fyrir breyting- unni. Einnig er tvíradda lag leikið tvívegis og nemandanum ætlað að greina breytingar sem gerðar eru í seinni yfirferðinni. Pá fær nemandi blað með tónbilum og hljómum og skal hann tilgreina tón- bil, lítil, stór, mk., stk., hljóma og tóntegundir. Loks skal sungið af það sem í bókinni stendur er þar á ábyrgð nefndarinnar, sem sá um útgáfuna. Lagið er í bókinni með einni villu — sem hefur verið leið- rétt. p. pi. ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.