Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 2
JÓNAS HELGASON, DÓMKIRKJUORGANLEIKARI Fyrir réttum 100 árum — árið 1877 — tók Jónas Helgason við dómkirkjuorganleikaraembættinu í Reykjavík af Pétri Guðjohnsen látnum. Jónas var fæddur í Reykjavík 28. febrúar 1839. Hann dó 2. september 1903. Arið 1880 veitti Alþingi honum árlegan styrk að upphæð krónur 1.000,00 til að kenna organleikaraefnum. Upp frá því helgaði hann sig tónlistarstörfum eingöngu og ætla ég að hann sé fyrsti Islend- ingurinn sem það hefur gert hér á landi. (Sveinbjörn Sveinbjörns- son stundaði þá tónlistarstörf eingöngu, en hann starfaði erlendis). Með fjölþættum tónlistarstörfum sínum, ekki síst með bókaút- gáfu sinni hafði Jónas mikil áhrif á þróun tónlistar á Islandi. Þessi eru söngrit Jónasar: 1874 Stutt ágrip af hinum helstu söngreglum. 1875 Söngvar og kvæði með fjórum röddum. Söngfélagið „Harpa" gaf þessi hefti út. Árið 1880 gaf það Söngreglurnar út á ný. Og var þessi önnur útgáfa aukin og endurbætt. Aukinn er einkum „Verklegar æfingar" þ. e. a. s. æfingar í nótnalestri. Söngvaheftið hefur jafnan verið kallað „Hörpu-heftið". 1877—1888 Söngvar og kvæði I.—VI. hefti. í þessum heftum eru tví-, þrí- og fjórrödduð lög. 1878—1880 Sálmalög með þremur röddum I.—II. hefti. 1882—1901 Söngkennslubók I.—X. hefti. Fyrsta hefti er söngfræði. f öðru hefti eru einrödduð lög, en síðan koma, koll af kolli, tví-, þrí- og fjórrödduð lög. Sum 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.