Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 25

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 25
EFTIRÞANKAR Sem kunnugt er hélt söngmálastióri organistanámskeið að venju í september siðastliðnum í Skálholti. Námskeiðið sóttu 21 starfandi organistar viðsvegar að af landinu. Þetta var i fyrsta sinn sem ég tók þátt í sliku námsk.eiði hérlendis og var það dýrmæt og skemmtileg reynsla. Sjö kennarar önnuðust fræðsluna. Námsefni var: organleikur, bæði einleikur og messuspil, raddþjálfun, kórþjálfun, söngstjórn og messusöngsfræði, einnig lítiis- háttar kennsla í leik af fingrum fram (improvisation). Ánægjulegt var hve mikill samhugur og áhugi ríkti á námskeiðinu. Kvöldvökur voru haldnar og lögðu þar skáld og aðrir listamenn fram efni sem féll í góðan jarðveg. Athyglisverðast af öllu var sönggleðin og sá árangur sem sýnilega kom í Ijós af þessu námskeiði og vil ég því hvetja alla organista sem eiga þess kost að telja sig erindi eiga að sækja þessi árlegu Skálholtsnámskeið og í gegnum það treysta böndin við F.I.O. í þessu sambandi er ek.ki úr vegi að minna á, að stjórn F.Í.O. veitir fúslega aðstoð við ábendingu verkefna og nótnakost eftir þvt sem unnt er og um er beðið. Guðni Þórarinn Guðmundsson. ORGANISTABLAÐIÐ 2Ö

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.