Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 46

Organistablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 46
Skálholt. Sunnudaginn 12. ágúst 1977 voru haldnir orgeltónleikar í Skálholts- kirkju. Þar lék Glúmur Gylfason partítu fyrir orgel eftir Hallgrím Helgason — Faðir vor sem á himnum ert, og tríósónötu nr. 5 í C-dúr efitr J. S. Bach. — Einnig lék Ólafur Sig- urjónsson chaconnu í f-moll eftir Johann Pachelbel. Síðastliðið sumar voru haldnir „sumartónleikar" í Skálholtskirkju á tímabilinu frá 16. júlí til 7. ágúst. ails 8 tónleikar. Fimm flytjendur tóku þátt í þessum tónleikum. Camilla Söderberg, sem lék á blokkflautu, Manuela Wiesler á þverflautu, Snorri Örn Snorrason á gítar og lútu, Helga Ingólfsdóttir á sembal og tenorsöngv- arinn Hubert Seelow. Flutt var tón- list eftir ýmsa meistara. manna. Hann lék fjölda tónverk inn á plötur m. a. öll orgelverk Bachs og Buxtehudes. Ameríski organleikarinn Edward Power Biggs lést 10. mars sl. í Boston. Hann var fæddur 29. mars 1906 í West- cliff-on-Sea. Essex, Englandi. E.P.B. hélt fjölda orgeltónleika og spilaði inn á fjöldann allan af hljómplötum. Hann frumflutti tónverk fjöldamargra nútímatónskálda, þ. á m. eru Sower- by, Piston, Harris, Hanson, Porter — og enn fleiri mætti nefna. Power Biggs kom tvívegis til íslands og hélt orgeltónleika í Dómkirkjunni i Rvík og Landakirkju í Vestmanna- eyjum. Hann spilaði einnig á Akur- eyri. Hann spilaði inn á band í Hall- grímskirkju, Rvík og Landakirkju. — Voru þær upptökur gerðar fyrir út- varpsstöðvar vestan haf. Hvað segja blöðin? Morgunblaðið 11, nóv.: Gagnkvæm viðskipti nauðsynleg. ViStal viö Ragn- ar Björnsson dómorganista. Ennfrem- ur sýnishorn af dómum sænskra gagn- rýnenda um frammistöðu hans. — — 17. nóv.: Jón Ásgeirsson: „Sinfoníu- hljómsveitin. — 19. og 20. nóv.: Atli Heimir Sveinsson: „Dm Sinfoníu- hljómsveit íslands". Vér getum um þessar greinar tónskáldanna þó að þær séu kirkjutónlistinni óviðkomandi. Utlendar fréttir Mannalát. Prófessor Walter Kraft, LUbeck fórst í hótelbruna í Amsterdam 9. maí sl. Hann var fæddur í Köln 9. júní 1905. Árið 1929 varð hann organleikari við Maríukirkjuna í Liibeck. — Sem organleikari og tónskáld var hann í fremstu röð þýskra kirkjutónlistar- Prófessor Jiri Reinbcrger, Praha, C. S. R. lést 28. maí sl. Hann var ætt- aður af Mæri (Moravia), fæddur 14. apríl 1913. Hann hélt fjölda orgeltón- leika og lék inn á fjölda margar hljóm- plötur. Gömul orgelverk lék hann inn á plötur á gömul og góð orgel í Praha og víðar. Hann lék öll orgelverk Bachs inn á plötur, ennfremur verk eftir Buxtehude, LUbeck, Böhm, Franck, Poulenc, Messiaen og ítalska meistara. Auk tónleika í Tékkóslóvakíu hélt hann tónleika í Svíþjóð, ítalíu, Rúss- landi, Póllandi, Afríku, Hollandi og Kanada. Hann var talinn í allra fremstu röð tékkneskra organleikara. Athygli skal vakin á auglýsingu og grein um organistakeppni i Strang- nas í Svíþjóð á næsta ári. 46 ORGANISTABLAÐIB

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.